Peter Ramsauer, samgönguráðherra Þýskalands, hefur harðlega gagnrýnt „ranga forgangsröðun“ í Brussel, þegar tekist var á við afleiðingar öskufallsins frá Eyjafjallajökli.
Ákveðið hefur verið að móta sveigjanlegri evrópskar reglur og setja á fót nýjan viðbragðshóp vegna gagnrýni flugfélaga og nokkurra Evrópuríkja á ákvarðanir, sem teknar voru um að banna flug í apríl vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli.
Í grein á vefsíðunni EUobserver mánudaginn 24. maí segir Valentina Pop, að samkvæmt þessum nýju reglum, sem samið hafi verið um í Brussel undir handarjaðri ESB, geti einstök Evrópuríki gripið til eigin aðgerða og heimilað flug, þótt varað hafi verið við almennri hættu fyrir flug í Evrópu vegna eldfjallaösku.
Vikulangt flugbann vegna ösku frá Eyjafjallajökli um miðjan apríl olli vandræðum fyrir milljónir farþega og milljarða evru tjóni fyrir flugfélög.
Nýju tillögurnar um framkvæmd flugbanns koma sameiginlega frá framkvæmdastjórn ESB, Eurocontrol, samstarfsvettvangi flugumferðarstjórna í 38 Evrópulöndunum og Flugöryggisstofnun Evrópu (European Aviation Safety Agency, EASA).
Í þeim er mælt fyrir um fjögur flugöryggissvæði, sem byggjast á öskumagni í lofti og takmarka einnig flugbannsvæði – svæði sem talin eru of hættuleg fyrir flugvélar og farþega. Upplýsingar frá flugvélum, sem flogið hefur verið um lítt öskumenguð svæði ættu að auðvelda frekari ákvarðanir.
Framkvæmdastjórn ESB hefur jafnframt áform um að koma á fót viðbragðshópi, sem hefði það hlutverk að samræma viðbrögð vegna sérstaka aðstæðna í flugi betur en gert hefur verið til þessa.
Framkvæmdastjórn ESB lét frá sér heyra um málið föstudaginn 21. maí sama dag og Peter Ramsauer, samgönguráðherra Þýskalands, gagnrýndi harðlega „ranga forgangsröðun“ í Brussel, þegar tekist var á við afleiðingar öskufallsins.
„Fyrstu helgina sem askan truflaði flug, var fyrsta verkefni framkvæmdastjórnarinnar að greiða fyrir bótum til flugfélaga. Fyrirgefðu? sagði ég við herra Kallas [samgöngustjóra ESB],“ sagði Ramsauer við blaðamenn 21. maí. „Farþegarnir og réttindi þeirra voru síðan í öðru sæti. Þá var löng þögn og svo kom eitthvað um eitt evrópskt flugstjórnarsvæði (Single European Sky). Það var fyrst við svo búið, sem þeir tóku til við að hugsa um, hvernig samræma ætti viðbrögð vegna þessara öskuskýja, þegar þau koma aftur.“
Að sögn EUobserver lýsti Ramsauer litlum skilningi á „naflaskoðun einstakra ríkja“, sem honum þótti áberandi, þegar hvert ríki gerði það, sem því hentaði og „evrópska stjórnkerfið brást.“
„Við þurfum ESB-reglur og eitt evrópskt flugstjórnarsvæði og við eigum að vinna að því að samræma alþjóðareglur um viðbrögð vegna öskuskýja. Það ætti ekki að gerast oftar, að öskuský sé yfir Atlantshafi og bandarískar flugvélar fari í gegnum það en hinar evrópsku verða að taka á sig mörg þúsund kílómetra krók,“ sagði þýski ráðherrann.
Að sögn Valentinu Pop veita bandarískar reglur flugfélögum heimild til að ákveða, hvort þau láta flugvélar sínar taka á sig krók eða fljúga í gegnum ösku, sem kann að valda vélarskemmdum. Í Evrópu eigi flugumferðarstjórar síðasta orðið um, hvort svæði séu örugg til flugs.
Talsmenn British Airways, Lufthansa og Air France-KLM hafa sagt, að þeir hafi ekki fundið nein merki um ösku á vélum félaganna, sem flugu á svæðum nálægt öskuskýinu. Af hálfu lágfargjalda félagsins Ryanair hefur verið upplýst, að tvær flugvélar þess hafi fengið á sig „lítið magn af ögnum“, sem ollu engum vélarskemmdum.
Fjórar vélar spænskar flugfélagsins Vueling Airlines báru þess einnig merki eftir flug 11. og 12. maí, að þær hefðu verið nærri Eyjafjallajökulösku. Ein þessara véla var tóm í heimflugi til Spánar, þegar lofsíur trufluðust, súrefnisgrímur féllu niður og flugið var lækkað að sögn talsmanns félagsins.
Talsmaður bresku veðurstofunnar sagði, að nokkrar hervélar og vélar, sem sendar voru á loft til að mæla andrúmsloftið, hafi einnnig orðið fyrir ösku, sem kynni að vera skaðvænleg. Stofnun í London Volcanic Ash Advisory Centre (VAAC), Ráðgjafastöð um eldfjallaösku, hefur nýtt tölvulíkön til að spá fyrir um öskumagn og síðan birt viðvaranir og tilmæli um lokanir á flugleiðum í samræmi við þær.
Undir lok greinarinnar í EUobserver er sagt frá frétt í The Sunday Independent 23. maí um, að mánudaginn 17. maí, þegar tölvur VAAC hafi sýnt svart öskuský svífa yfir flugvöllinn í Dublin á Írlandi, hafi sérbúin Lufthansa þota hafið sig til flugs á austurströnd Írlands og ekki fundið neina ösku.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.