Mánudagurinn 18. janúar 2021

Þjóðverjar bregða pólitískri stiku á sigur Lenu í Ósló


31. maí 2010 klukkan 22:08

Um 40.000 manns fögnuðu þýska sigurvegaranum í Evróvisión-söngvakeppninni, þegar hún sneri aftur til Hanover, heimaborgar sinnar, frá Ósló sunnudaginn 30. maí.

Lena Meyer-Landrut (19 ára) heillaði ekki aðeins almenning um alla Evrópu með söng sínum og framkomu, heldur hefur hún einnig orðið þýskum álitsgjöfum tilefni til hugleiðinga um stöðu Þýskalands í Evrópu á þessum miklu umbrotatímum, þegar þýska ríkisstjórnin sætir gagnrýni vegna viðbragða sinna við fjármálakrísunni og skuldavanda Grikkja. Álitsgjafarnir segja söngvakeppnina hafa verið háða á réttu augnabliki til að árétta fyrir Evrópubúum, að þeir séu allir á sama báti.

Sum þýsku blaðanna túlka sigur Lenu á þann veg, að utan Þýskalands séu Evrópubúar að láta af and-þýskum viðhorfum sínum. Þá sé nágrönnum Þjóðverja best við þá, þegar þeir ganga fram af hógværð og slá ekki um sig vegna stærðar sinnar.

Í leiðara hins vinstrisinnaða Die Tageszeitung segir meðal annars:

„Þjóðverjar kunna að vega þyngst í Evrópu, þegar litið er til áhrifa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Þjóðin nær þó því aðeins að heilla nágranna sína, þegar hún virðist dálítið vandræðaleg, næstum barnaleg og hlédræg. Að því leyti hefur Lenu Meyer-Landrut tekist að innleiða Merkel-andann inn í tónlistarheiminn.“

Í leiðara hins íhaldssama Die Welt segir:

„Þetta er mjög sérstök tilfinning: “Tólf stig til…Þýskalands!„ Stig til Þýskalands. Mörg stig. Fólks eins og okkar. Okkur er að minnsta kosti ekki hafnað. Okkur hefur ekki liðið svona síðan 1982, þegar Nicole sigraði með laginu “Ein bisschen Frieden.„

Lena lítur út eins og hún hafi verið að skríða úr rúminu í stúdentagarðinum sínum, hún syngur enska textann með skrýtnum hreim og rétt fer á mis við réttu nóturnar. Í einföldum svörtum kjól er hún einfaldlega Lena. Kannski dálítið vinsamlegri, persónulegri og eðlilegri en hinir. Lag hennar særði engan. Það dugði á siglingu hennar til sigurs.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS