Fréttum um, að Liliane Bettencourt, ein ríkasta kona heims og erfingi L‘Oreal auðsins, hafi á ólögmætan hátt látið 150 þúsund evrur renna í kosningasjóð Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, hefur verið harðlega mótmælt í París.
Netfréttastofan Mediapart vitnaði til konu, Claire T, bókhaldara Bettencourts, sem sagt var, að hefði verið beðin um að taka út 150 þúsund evrur. Peningarnir áttu, samkvæmt fréttinni, að renna í kosningasjóð Sarkozys árið 2007 fyrir milligöngu gjaldkera sjóðsins, Erics Woerths, núverandi atvinnumálaráðherra Frakklands.
Samkvæmt frönskum lögum má enginn greiða hærri fjárhæð en 7.500 evrur á ári til stjórnmálaflokka eða stjórnmálastarfs, aðeins 150 evrur mega vera í reiðufé.
Woerth hefur neitað að hafa tekið á móti ólöglegum fjármunum frá Bettencourt eða nokkrum öðrum. Hann sagði við sjónvarpsstöðina ITele: „Ég hef aldrei snert evru, flokkur minn hefur aldrei snert evru, sem ekki er lögleg. Allt er skýrt og hreint.“
Woerth sagðist alls ekki ætla að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um afsögn vegna hneykslisins.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem sótt er að Woerth vegna tengsla við Bettencourt. Eins og fram hefur komið á Evrópuvaktinni starfaði Florence, eiginkona Woerths, þar til fyrir skömm, hjá eignaumsýslufyrirtæki, sem sinnti fjármálum fyrir Bettencourt. Áður en Florence lét af störfum, var þess krafist, meðal annars af Evu Joly, að Woerth léti af ráðherraembætti vegna hagsmunaáreksturs. Woerth hefur einnig verið sakaður um að aðstoða Bettencourt við að skjóta fé undan skatti.
Antoine Gillot, lögfræðingur Claire T., staðfesti, að umbjóðandi hans hefði gefið lögreglunni skýrslu um hin meintu ólöglegu kosningaframlög. Fyrrverandi bókhaldari Bettencourts sagði, að hún hefði ekki farið sjálf með peningana til Woerths, heldur hefði þáverandi eignastjórnandi Bettencourts afhent þá.
Hún sakaði Sarkozy einnig um að hafa sjálfan tekið á móti reiðufé frá Bettencourt á heimili hennar, þegar hann var borgarstjóri í Neuilly, einu úthverfi Parísar. Sarkozy neitaði þessari ásökun alfarið þriðjudaginn 6. júlí.
Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, lét orð falla um málið á blaðamannafundi á ESB-þinginu í Strassborg, og sagði það líkjast „mannaveiðum“.
Vegna þessa hneykslismáls verða kröfur æ háværari um, að Sarkozy endurskipuleggi ríkisstjórn sína til að þvo af henni spillingarorðið.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.