Evrópusambandið hefur hug á að „endurræsa“ samband sitt við Sviss með „léttu“ EES-samstarfi. Nú eru í gildi um 120 tvíhliða samningar á milli ESB og Sviss og verður sífellt flóknara að framkvæma þá. Forseti Sviss vill ræða, hvort unnt sé að finna leið, sem tengir land sitt evrópska efnahagssvæðinu.
Svissneska blaðið SonntagsZeitung birti 11. júlí frétt þess efnis, að Doris Leuthard, forseti Sviss, mundi að loknu sumarleyfi taka til umræðu á vettvangi svissnesku ríkisstjórnarinnar, hvort unnt sé fyrir Svisslendinga tengjast „léttu EES“ eins og það er nefnt.
Svissneski forsetinn hitti Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, 19. júlí. Eftir fund þeirra sagði Van Rompuy á sameiginlegum blaðamannafundi, að þau hefðu rætt um tvíhliða samskipti sín og hvernig unnt væri að endurnýja þau á traustum lagalegum og stjórnmálalegum grundvelli. Stjórnvöld í Bern yrðu sætta sig við að Evrópuréttur „þróaðist“ í en ekkert breyttist „sjálfkrafa“ af hálfu Svisslendinga, sem flækti samskiptin.
Ónefndur viðmælandi vefsíðunnar EUobserver sagði eftir blaðamannafundinn, að ESB hefði gert upp við sig, að ekki væri unnt að halda áfram á sömu braut í samskiptum við Svisslendinga. Það kostaði mikinn mannafla og tíma að halda utan um 120 samninga.
Sviss og ESB hafa komið á fót 60 starfshópum, sem hver um sig fjallar um sérgreint málefni í þessum samningum. Hver hópur hittist tvisvar á ári á sérstökum fundum og án mikils innbyrðis samráðs.
Doris Leuthard sagði á blaðamanafundinum, að Svisslendingum væri ljóst, að einfalda yrði hið flókna kerfi tvíhliða samninga við ESB. Hún lagði jafnframt áherslu á, að hið nýja lagaumhverfi yrði að vera „hreint, en byggjast á virðingu fyrir fullveldi okkar.“
EUobserver segir, að Svisslendingum standi til boða af hálfu ESB að gerast aðilar að „léttu“ evrópsku efnahagssvæði, þar sem Ísland, Liechtenstein og Noregur eru fyrir auk ESB-ríkjanna 27. Bent er á, að í Sviss, þar sem beint lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum ráði miklu um lagasetningu, sé ekki unnt að fallast á, að EES-fyrirkomulagið gildi óbreytt um innleiðingu Evrópulöggjafar.
Svisslendingar höfnuðu aðild að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992, af því að þeir óttuðust skerðingu á fullveldi sínu.
Í SonntagZeitung segir, að kjarnatriði í vangaveltum Svisslendinga um „létta“ EES-aðild sé lögsaga EFTA-dómstólsins. Við núverandi aðstæður verði að leysa ágreiningsmál Sviss og ESB á pólitískum vettvangi. Þetta hafi reynst erfitt og kostað langvinnar deilur eins og til dæmis á sviði skattaréttar. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, Svisslendingur en fulltrúi Liechtenstein í dómstólnum, segir við svissneska blaðið, að með aðild að dómstólnum hefðu Svisslendingar fyrir löngu leyst skattaþrætur sínar við ESB. Hann mælir eindregið með því við Svisslendinga, að þeir gerist aðilar að EES.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.