Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Samfylkingar­þingmaður segir Ögmund slá ESB-feilnótu


7. ágúst 2010 klukkan 13:23
Anna Margrét Guðjónsdóttir

Stjórnarþingmennirnir Ögmundur Jónasson, VG, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem situr fyrir Samfylkinguna á þingi í fjarveru Björgvins G. Sigurðssonar, deila opinberlega um viðhorfið til ESB-aðildar. Ögmundur ritaði grein gegn ESB-aðild í Morgunblaðið 6. ágúst. Anna Margrét ávítar hann í grein í Fréttablaðinu 7. ágúst, segir hún grein Ögmundar lýsa „undarlegu viðhorfi sem hættulegt er að sá í viðkvæman svörð“ fyrir utan að vera „ekki málefnaleg“.

Í grein sinn kennir Anna Margrét Guðjónsdóttir viðhorf Ögmundar við feilnótu og segir: „Sú staðreynd blasir við að Alþingi Íslendinga samþykkti að óska eftir því við Evrópusambandið að hafnar yrðu viðræður um aðild Íslands að sambandinu. Sú beiðni var samþykkt.“

Anna Margrét lætur þess ógetið, að Ögmundur var meðal þeirra stjórnarþingmanna, sem greiddu atkvæði með aðildraumsókninni á þingi 16. júlí, en hann var þá heilbrigðisráðherra í ríkisstjórninni. Ögmundur sagði síðar af sér ráðherraembætti vegna þess, hvernig ríkisstjórnin hélt á Icesave-málinu.

Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Ögmundur meðal annars:

„Einhvers staðar sást í blaði nýlega að ráðamenn væru vongóðir um að verja mætti auðlindir Íslands í samningum við ESB. En hvers vegna skyldum við yfirleitt vilja fórna auðlindum okkar og forræði yfir samfélagi okkar ef ávinningur er enginn sýnilegur annar en að fá að vera þátttakandi í nýju stórríki? Gamalkunnugt ráð, vel þekkt úr nýlendusögunni, er að draga upp mynd af glæstu stórveldi þar sem “við sem erum saman„ stöndum keik gegn “öllum hinum„. Þetta er að mínu mati röng uppsetning. Spyrja þarf hvort sé vænlegra fyrir okkur – sem erum þrjú hundruð þúsund talsins – að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytendur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál – þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs? Hvers vegna ættum við að fórna þessari úrvalsstöðu?“

Varaþingmaður Samfylkinginarinnar segir rök af þessu tagi feilnótu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS