Ţriđjudagurinn 3. ágúst 2021

Deilur Bandaríkjamanna og Kínverja harđna um gengis­stefnu Kína


17. september 2010 klukkan 08:43

Er viđskiptastríđ í uppsiglingu milli Kína og Bandaríkjanna? Timothy Geithner, fjármálaráđherra Bandaríkjanna gagnrýndi gengisstefnu Kínverja harkalega á fundi bandarískrar ţingnefndar í gćr og taldi hana hafa mjög neikvćđ áhrif á efnahag Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn telja, ađ međ ţví ađ halda gengi kínverska gjaldmiđilsins óeđlilega lágum ýti Kínverjar undir ađ verkefnum sé útivistađ frá Bandaríkjunum til Kína, sem ţýđi í raun ađ störf séu flutt frá Bandaríkjunum til Kína.

Á sama tíma hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af sölu Japansbanka á yenum í stórum stíl, sem hefur sömu áhrif í samskiptum Bandaríkjamanna og Japana og veitir Kínverjum skjól vegna ţeirrar gengisstefnu, sem ţeir fylgja. Bandaríkjamenn hafa kćrt Kínverja fyrir WTO fyrir fordóma gagnvart bandarískum stálframleiđendum og greiđslukortafyrirtćkjum.

Ágreiningur milli ríkjanna tveggja vegna stöđu kínverska gjaldmiđilsins er ekki nýr af nálinni. Fyrr á ţessu ári komu Kínverjar lítillega til móts viđ gagnrýni Bandaríkjamanna en ekki nćgilega mikiđ ađ mati ţeirra síđarnefndu. Ţótt Geithner hafi veriđ ómyrkur í máli á fundi ţingnefndarinnar í gćr lá hann engu ađ síđur undir harđri gagnrýni ţingmanna fyrir ađ ganga ekki nógu langt gagnvart Kínverjum.

Fyrir nokkrum dögum sagđi talsmađur kínverskrar hugveitu, ađ Bandaríkjamenn mundu tapa viđskiptastríđi viđ Kína en Kínverjar hafa undanfarin ár fjármagnađ stćrstan hluta viđskiptahalla Bandaríkjamanna.

Viđskiptalífiđ í Bandaríkjunum er ekki á einu máli í ţessum efnum. Bandarísk stórfyrirtćki, sem hafa starfsstöđvar í Kína og hagnast á starfsemi sinni ţar taka ekki undir gagnrýni á gengisstefnu Kínverja. Fyrirtćki í Bandaríkjunum, sem starfa einungis á innanlandsmarkađi og verđa fyrir barđinu á innflutningi frá Kína eru hins vegar hávćr í gagnrýni sinni og leggja ţrýsting á ţingmenn á Bandaríkjaţingi.

Um ţessi mál er fjallađ bćđi í Daily Telegraph í London og New York Times í dag og Financial Times segir frá ţví ađ Kínverjar svari fullum hálsi og segi ađ gengishćkkun gjaldmiđils ţeirra mundi hvorki draga úr viđskiptahalla Bandaríkjanna né atvinnuleysi ţar í landi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS