Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Einar K. hafnaði aðild að ályktun sameiginlegrar þingmanna­nefndar ESB og Íslands

Engir fyrirvarar um sérlausnir fyrir Ísland í landbúnaðar - eða sjávar­útvegsmálum


7. október 2010 klukkan 15:20
Einar K. Guðfinnsson

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði því á fundi sameiginlegrar nefndar ESB-þingsins og Alþingis í Reykjavík 5. október að standa að ályktun nefndarinnar um aðlögunarviðræður ESB og Íslands og samskipti ESB og Íslands. Tilkynnti hann á fundinum, að hann teldi texta ályktunarinnar óaðgengilegan og hann mundi ekki taka þátt í afgreiðslu hans. Hvarf Einar síðan af fundi sameiginlegu nefndarinnar, sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu.

Í ályktuninni eru stjórnvöld ESB og Íslands hvött til að tileinka sér uppbyggilega afstöðu í aðlögunarviðræðunum um „skyldu Íslendinga til að samþykkja sameiginlega fiskveiðistefnu ESB,“ eins og þar segir.

Árni Þór Sigurðsson, vinstri-grænn formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fór fyrir íslensku sendinefndinni og vann hann að gerð texta hinnar sameiginlegu ályktunar. Hún einkennist af stuðningi við aðild Íslands að ESB og þar eru ákvæði, sem eiga að veita svör við álitaefnum, sem hreyft hefur verið af andstæðingum aðildar.

Til marks um ákvæði, sem beinlínis er ætlað til heimabrúks ESB-aðildarsinna á Íslandi, er liður sex í ályktuninni, þar sem lýst er yfir því af hálfu ESB-þingmannanna, að þeir virði þá hefð Íslendinga að ráða ekki yfir eigin herafla, um leið og fagnað er framlagi þeirra til almannavarna undir merkjum sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Jafnframt viðurkenna þingmennirnir, að langtíma öryggishagsmunir Íslendinga byggist á því að ráða ekki yfir eigin her og „tilheyra sterkri evrópskri fjölskyldu, sem vinnur að friði og beitir sér fyrir stefnu gegn dreifingu gjöreyðingarvopna.“

Í lið sjö viðurkenna þingmennirnir, að aðild Íslands sé viðbót við „landfræðilega fullkomnun“ (geographical completeness) ESB og styrki norðurvídd sambandsins.

Í lið 19 er nefnt, að framkvæmdastjórn ESB hafi lagt áherslu á nauðsyn þess, að Íslendingar leggi sig fram um að laga eigin lög að lagabálki ESB til að fullnægja aðlögunarskilyrðum, sem byggist á þeim árangri, sem náðst hefur í aðlögunarviðræðunum við aðild að ESB.

Í lið 20 er minnst á íslenskan landbúnað, loftslags/jarðvegsskilyrði (pedoclimatic) hans, skipulag og einangrun auk þess sem vikið er að mikilvægi landbúnaðar fyrir fæðuöryggi. Nefnt er mikilvægi nákvæms undirbúnings til að innleiða, þegar þar að kemur (in due course) landbúnaðar- og byggðastefnu í samræmi við stefnu ESB og niðurstöður aðlögunarviðræðnanna; framkvæmdastjórn ESB er hvött til þess að blanda íslenskum stjórnvöldum inn í þær viðræður, sem nú fara fram um endurskoðun sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar.

Í þessu orðalagi 20. liðar er leitast við að fella afstöðu sameiginlegu nefndarinnar að því sjónarmiði Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, að ekki sé unnt að tala um afdráttarlausa kröfu ESB um aðlögun stjórnkerfis í landbúnaðarmálum fyrir lyktir aðlögunarviðræðnanna. Ekki er tekið á því í ályktuninni, hvernig sú niðurstaða stenst 19. lið ályktunarinnar.

Í 21. lið viðurkenna þingmennirnir grundvallarhlut sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi og menningu. Þeir fagna því hvernig Íslendingar hafa hagað sjálfbærri stjórn sjávarauðlinda sinna og hvetja stjórnvöld ESB og Íslands til að tileinka sér uppbyggilega afstöðu í viðræðunum um skyldu Íslendinga til að samþykkja sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, sem sé nú til endurskoðunar, svo að niðurstaðan verði hagkvæm fyrir báða aðila og byggist á bestu aðferðum, einstökum landfræðilegum sérkennum Íslands og taki jafnt tillit til hagsmuna sjómanna og neytenda í ESB og á Íslandi.

Í 22. lið eru Íslendingar og ESB hvattir til að leysa óleyst mál varðandi hvalveiðar í aðlögunarferlinu.

Í 22. lið benda þingmennirnir á, að aukin tækifæri og áskoranir birtist á norðurskautssvæðinu og segjast líta á hugsanlega ESB-aðild Íslands sem strategískt tækifæri bæði fyrir ESB og Ísland, sem kunni að gera ESB fært að láta meira að sér kveða og stuðla að fjölþjóðlegri stjórn á Norðurskautinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS