Brezka tímaritið The Economist segir í forystugrein, að 25% heimila í Bandaríkjunum séu með neikvæða eiginfjárstöðu. Miklar umræður erui nú í Bandaríkjunum um, hvort bankar hafi brotið lög við að endurheimta fasteignir, sem ekki hefur verið greitt af. Bankarnir halda því fram, að um minniháttar vandamál sé að ræða en sumir þeirra hafa þó frestað nauðungarsölum á meðan málið er kannað, eins og fram hefur komið hér á Evrópuvaktinni.
Economist segir, að hagsmunum bæði lánveitenda og þjóðfélagsins í heild yrði betur borgið með endurskipulagningu lána en nauðungarsölum. Bæði Obama og Bush-stjórnin sem á undan fór, hafi reynt þá leið að lengja í lánum og lækka þar með mánaðarlegar afborganir. Þetta hafi þó ekki reynzt vel í ljósi þess hversu mörg heimili eru eftir sem áður með neikvæða eiginfjárstöðu.
Tímaritið segir, að betri leið væri að lækka höfuðstólinn, sem yrði húseigendum mikil hvatning til þess að borga skuldir sínar. Bankarnir geri sér grein fyrir að með þeirri aðferð muni þeir fá meiri peninga til baka en hafa engu að síður fyrirvara á henni vegna þess, að aðrir muni þá óska eftir því sama. Að auki muni mörg veð í sömu eign gera niðurfærslu lána flókna. Þar að auki óttist bankarnir málsóknir frá hinum raunverlegu eigendum þessara fasteignabréfa.
Economist spyr hvort leiðin sé sú, að ríkið greiði bönkunum peninga til þess að standa undir niðurfærslu á höfuðstól og segir að sú leið sé tæpast fær vegna þess, að skattgreiðendur vilji ekki taka á sig þann kostnað. Önnur leið væri að breyta gjaldþrotalöggjöf þannig að dómstólar gætu unnið þetta verk en það sé hins vegar erfitt að traðka þannig á gildandi samningum og eignarrétti.
Economist mælir með hófsamari aðgerðum til þess að mjaka bönkum í þá átt að færa niður verðmæti annarra veðrétta en þess fyrsta, sem oft séu alltof hátt metnir í bókum bankanna. Fjárveitingum, sem nú er beitt til þess að koma í veg fyrir nauðungarsölur í Bandaríkjunum ætti að beina til þess að lækka höfuðstól skulda. Þingið ætti að setja löggjöf, sem verndi banka fyrir málsókn frá eigendum fasteignabréfa og bjóða upp á hagstæða skattameðferð, þar sem lánveitandi og skuldunautur komi sér saman um að báðir njóti hagnaðar af hækkandi fasteignaverði ef til þess komi.
Economist segir, að sú athygli, sem nú beinist að nauðungarsölum í Bandaríkjunum opni tækifæri fyrir nýja byrjun á fasteignamarkaðnum.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.