Mánudagurinn 25. janúar 2021

Sölubann á íslenskar fiskafurðir innan ESB til skoðunar í Brussel


2. nóvember 2010 klukkan 09:44
Maria Damanaki

Sölubann á fiskafurðir frá ESB-umsóknarríkinu Íslandi er eitt af þeim úrræðum sem menn velta fyrir sér á vettvangi ESB, náist ekki samkomulag um makrílkvóta fyrir árið 2011, segir á vefsíðunni EUobserver 2. nóvember.

Í fréttinni segir, að íslensk stjórnvöld hafi föstudaginn 29. október hafnað tillögu sem Norðmenn kynntu með stuðningi ESB um að Íslendingar fengju á næsta ári heimild til að veiða 26.000 tonn af markíl í stað umsamins kvóta um 2.000. Í ár heimiluðu íslensk stjórnvöld hins vegar 130.000 tonna veiðar í íslenskri lögsögu.

Vitnað er í Tómas Heiðar Hauksson, þjóðréttarfræðing og formann íslensku viðræðunefndarinnar, sem telji tilboðið óraunhæft. Þá líti Íslendingar þannig á, að þeir einir eigi fiskistofna í lögsögu sinni.

EUobserver minnir á, að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafi fyrir nokkrum vikum lýst „miklum áhyggjum“ yfir „einhliða“ og „undarlegum“ ákvörðunum Íslendinga og Færeyinga um veiðikvóta í lögsögu sinni. Færeysk stjórnvöld ákváðu 85.000 tonna kvóta fyrir sig.

Minnt er á, að Damanaki hafi sagt, að breyti íslensk og færeysk stjórnvöld ekki um stefnu kynnu skip þeirra að verða svipt aðgangi að ESB-miðum. „Beri tilboð okkar ekki árangur, get ég ekki ábyrgst að við munum halda áfram að skiptast á fiskveiðiheimildum við Íslendinga og Færeyinga á árinu 2011,“ sagði hún.

EUobserver ber fyrir sig ónafngreinda heimildarmenn sem gefi til kynna, að náist ekki niðurstaða í fjórhliða viðræðunum um makríl kunni Færeyingar og Íslendingar einnig að horfast í augu við sölubann á fiski innan Evrópusambandsins.

Næstu viðræðulota strandríkjanna fjögurra: ESB, Færeyja, Íslands og Noregs verður að nýju í London í annarri viku nóvember.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS