Ţriđjudagurinn 17. september 2019

Juncker segir afstöđu Ţjóđverja til „E-skulda­bréfa“ ó-evrópska


8. desember 2010 klukkan 14:36

Jean-Claude Juncker, forsćtisráđherra Lúxeborgar og formađur ráđherraráđs evru-ríkjanna 16, réđst harkalega á ţýsk stjórnvöld miđvikudaginn 8. desember, ţegar hann sagđi andstöđu ţeirra viđ ađ stofna til evru-skuldabréfa „ó-evrópska“.

Jean-Claude Juncker

Í samtali viđ ţýska vikublađiđ Die Zeit segir Juncker ađ í Berlín hafi menn ekki einu sinni haft fyrir ţví ađ grandskođa tillögu sína um evru-skuldabréfin, sem miđi ađ ţví ađ auđvelda evru-ríkjum í fjárhagsvanda ađ afla sér lánsfjár, áđur en ţeir ákváđu ađ leggjast gegn henni.

„Ţjóđverjar tóku á frekar einfaldan hátt á ţessu máli,“ sagđi hann. „Ţeir hafna tillögu áđur en ţeir kynna sér hana. Ţađ er mjög skrýtiđ. Ţessi ađferđ viđ ađ skapa umrćđubann í Evrópu og taka ekki tillögur annarra til athugunar er mjög ó-evrópsk leiđ viđ ađ međferđ evrópskra málefna.“

Međ sameiginlegum „E-skuldabréfum“ er ćtlunin ađ auđvelda ríkjum á evru-svćđinu sem njóta lítils álits fjarfesta vegna veikrar stöđu ríkisfjármála ţeirra ađ lćkka lántökukostnađ, ţar sem ađ baki skuldabréfunum stćđu fleiri ríki en lántökuríkiđ eitt og ţar međ fylgdi minni áhćtta kaupum á ţeim.

Ofurhár kostnađur viđ sölu írskra og grískra skuldabréfa varđ til ţess ađ ríkisstjórnir landanna urđu ađ fara bónarveg ađ Evrópusambandinu og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum til ađ geta tekiđ tugi milljarđa evra ađ láni međ minni kostnađi en markađurinn vildi. Lántökukostnađur Spánverja og Portúgala hefur einnig hćkkađ og óttast margir ađ ţeir ţurfi einnig ađ leita hjálpar ESB.

Á fundi fjármálaráđherra evru-ríkjanna í byrjun vikunnar hafnađi ţýski ráđherrann afdráttarlaust tillögu Junckers, en hún naut stuđnings frá Giulio Tremonti, fjármálaráđherra Ítalíu.

Leiđtogaráđ ESB kemur saman til fundar í nćstu viku. Ţjóđverjar hafa einnig lýst sig andvíga ţví ađ á fundinum verđi tekin ákvörđun um ađ stćkka 750 milljađra evru björgunarsjóđinn í ţágu hinnar sameiginlegu myntar, ţrátt fyrir ótta margra um ađ sjóđurinn dugi ekki til ađ bjarga Spáni verđi ţess talin ţörf.

Angela Merkel, kanslari Ţýskalands, hefur sagt ađ „E-skuldabréf“ yrđu til ţess ađ draga úr vilja ríkisstjórna einstakra landa til ađ taka erfiđar ákvarđanir um eigin fjármál. Spánverjar og Hollendingar eru einnig andvígir tillögu Junckers.

Ţjóđverjar búa viđ traustan efnahag og njóta bestu lánskjara í Evrópu. Ţeir óttast ađ lánskjör sín versni međ útgáfu sameiginlegra „E-skuldabréfa“. Ţá óttast ţýska stjórnin ađ útgáfa á slíkum skuldabréfum sćti gagnrýni eđa jafnvel banni af hálfu ţýska stjórnlagadómstólsins međ vísan til ţess ađ hún stangist á viđ bann viđ fjárgreiđslum í ţágu annarra ríkja í sáttmálum Evrópusambandsins. Wolfgang Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, hefur sagt, ađ útgáfa „E-skuldabréfa“ sé ólögmćt án breytinga á sáttmálunum.

.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS