Bögglasprengjur sprungu í sendiráðum Sviss og Chile í Róm fimmtudaginn 23. desember. Tveir særðust, annar alvarlega. Sprengjurnar ollu skaðanum tveimur dögum eftir að lögreglan fann óvirka sprengju í jarðlestarstöð í Róm.
Svissneskur starfsmaður, 53 ára, gæti misst báðar hendur, þótt líf hans sé ekki í hættu. Ónefndur heimildarmaður innan carabineri-lögreglunnar í Róm sagði að maðurinn hefði særst við störf sín í svissneska sendiráðinu, þar sem hann var að opna böggul sem þangað barst. Starfsmaður í sendiráði Chile særðist um það bil tveimur klukkustundum eftir fyrri sprenginguna.
Ítalska lögreglan hefur gefið fyrirmæli um öryggisleit í öllum sendiráðum í Róm. Fransco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, brást við fyrstu sprengingunni með yfirlýsingu: „Við lýsum samstöðu með svissneska sendiherranum og öllu starfsliði hans, sem orðið hefur fyrir hörmulegri ofbeldisaðgerð, henni skal harðlega mótmælt. Við vonum að hinn særði sendiráðsmaður nái sér að fullu.“
Enginn lýsti sig tafarlaust ábyrgan fyrir voðaverkunum, en í nóvember bárust sendiráðum og ráðuneytum víða um Evrópu um tólf bögglasprengjur, þar á meðal kanslaraskrifstofunni í Berlín og svissneska og rússneska sendiráðunum í Aþenu. Grískir embættismenn sögðu að stjórnleysingjar í Grikklandi stæðu að baki árásunum í Aþenu.
Fyrir sprengjurnar í Róm hafði verið varað við aukinni hættu á hryðjuverkum í Evrópu. Thomas de Maiziére, innanríkisráðherra Þýskalands, sendi frá sér viðvörun undir lok nóvember. Sagði hann að hugsanlega yrði gerð hryðjuverkaárás í Þýskalandi í kringum jólahátíðina. Þá höfðu bandarísk yfirvöld varað við því að hryðjuverkamenn kynnu að grípa til svipaðra aðgerða í Evrópu og í Mumbai á Indlandi fyrir nokkrum misserum, þegar ráðist var á hótel og ferðamenn.
Fyrir skömmum sprakk sprengja í hjarta Stokkhólms en tilræðismaðurinn lést við sprenginguna. Var talið að hann hefði verið á leið til aðalbrautarstöðvar borgarinnar til að vinna voðaverk sitt þar. Í október sagðist al-Kaída standa að baki tveimur bögglasprengjum sem fundust eftir sendingu þeirra í flugpósti frá Jemen til Evrópu. Þær áttu að berast til samkunduhúss gyðinga í Chicago. Þær sprungu ekki.
Heimild: Spiegel Online
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.