Julian Assange, leiðtogi WikiLeaks, sýndi íslenskum sjálfboðaliða innan samtakanna dónaskap, þegar Íslendingurinn gagrýndi hann. Í nýrri grein í bandaríska tímaritinu Commentary (janúar 2011) um WikiLeaks segir Jonathan Foreman, að Assange hafi sagt Íslendingnum að „piss off“ ef honum mislíkaði eitthvað við sig. Íslendingurinn er ekki nafngreindur í greininni. Hér fer sá kafli hennar sem lýsir skapgerð Assange.
„Samkvæmt því sem segir í tímaritinu Wired (það fylgist mest og best með WikiLeaks), fann Daniel Domscheit-Berg, talsmaður WikiLeaks í Þýskalandi, að því við Assange hve einráður og laumulegur hann væri og “Assange svaraði með því að saka Domscheit-Berg um að leka upplýsingum um óánægju innan WikiLeaks til dálkahöfundar við bandaríska vikuritið Newsweek.„
Assange kýs greinilega ekki gagnsæi þegar rætt er um hans eigin samtök. Þar virðist leyndarhyggja nauðsynleg til að ná mikilvægari markmiðum. Að honum þyki þetta eitthvað skrýtið fer víðsfjarri ef marka má tölvubréf sem gengu á milli hans og Domscheit-Bergs og birtust á Wired.com.
Assange er sannfærður um að Domscheit-Berg sé heimildarmaður lekans til Newsweek og segir: „Ég rannsaka alvarlegt brot á öryggisreglum. Neitar þú að svara?“ Domscheit-Berg svarar að allir í samtökunum hafi áhyggjur af fréttum um að Assange kunni að verða ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð, af fullyrðingum Assange um að sakargiftir um nauðgun séu liður í herferð til að sverta mannorð hans með blekkingum og að auki af öðru óljósu atviki árið 2007 (einnig kynferðislegu). Hann leggur jafnframt hart að Assange vegna skjala frá Írak, og segir í einu bréfi: „Þú ert hvorki kóngur né guð.“
Assange svarar: „Þú ert þegar í stað leystur frá störfum í mánuð. Ef þú vilt andmæla, verður hlustað á þig næsta þriðjudag.“
Domscheit-Berg sagði af sér og fleiri fóru að formdæmi hans, þar á meðal helsti forritari samtakanna – sem vann að því að gæta nafnleyndar. Þegar íslenskur sjálfboðaliði gagnrýndi Assange fyrir framkomu hans í garð Domscheit-Bergs, svaraði hinn yfirlýsti baráttumaður í þágu lýðræðis og gagnsæis og andstæðingur einræðis og hroka við stjórn fyrirtækja: „Ég er hugur og hjarta þessara samtaka, stofnandi þeirra, hugsuður, málsvari, upphaflegur forritari, skipuleggjandi, fjármálastjóri og allt annað. Ef þér mislíkar eitthvað við mig skaltu bara eiga þig (If you have a problem with me, piss off.).“
Assange er kunnur fyrir að fæla frá sér raunverulega og hugsanlega vini og bandamenn. Án þess að biðja um leyfi setti hann allan texta verðlaunabókar Michelu Wrong , It‘s Our Turn to Eat, á WikiLeaks. Bókin snýst um spillingu meðal embættismanna í Kenýa, Assange bjó að því er virðist í Kenýa um þær mundir. Þegar Wrong sá sjóræningjaútgáfu á höfundarverki sínu um allt, mæltist hún til þess að WikiLeaks fjarlægði efnið af síðu sinni með þessum orðum „allur Afríkumarkaður minn er að hverfa“ og „ef fólk eins og ég fær engin höfundarlaun þá munu útgefendur ekki ráða fólk til að skrifa um spillingu í Afríku.“ Assange neitaði og var að sögn Wrong „ótrúlega stór upp á sig“ og „hræðilega þóttafullur“.
Loks má nefna útistöður Assange við vinstrisinnaða tímaritið Mother Jones. Það birti almennt jákvæða svipmynd af Assange í apríl 2010 en í greininni var jafnframt bent á að ekki væri rétt sem stæði á vefsíðu WikiLeaks, að Noam Chomsky og fulltrúi Dalai Lama væru í ráðgjafahópi samtakanna. Þegar blaðamaður tímaritsins hafði samband við Chomsky og spurði hann um setu hans í hópnum sagðist hann vera að heyra þetta í fyrsta sinn. Assange brást við með ráðast á Mother Jones fyrir „hægrisinnaðar rangfærslur á staðreyndum“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.