Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, krafðist þess af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hún sæi til þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yrði knúinn til að afturkalla neitun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um að laga sig að kröfum ESB eða að aðlögunar aðgerðir yrðu hafnar á vegum ráðuneytisins. Utanríkisráðherra kynnti Jóhönnu kröfuna eftir að Jón neitaði að verða við ósk utanríkisráðuneytisins um að breyta hinni skriflegu tilkynningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Boðað hefur verið til rýnifundar fulltrúa Íslands og ESB um landbúnaðarmál í Brussel fimmtudaginn 27. janúar. Embættismenn utanríkisráðuneytisins treysta sér ekki til að sækja þann fund með svör sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í höndunum. Stjórnskipuleg ábyrgð á málaflokknum hvílir á Jóni Bjarnasyni. Utanríkisráðherra eða embættismenn hans geta ekki tekið fram hendur hans.
Embættismenn utanríkisráðuneytisins óttast að komi þeir til fundarins með neitun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á bakinu setji ESB fram opinbera kröfu um aðlögun, það er að skilyrðum ESB verði fullnægt áður en landbúnaðarkaflinn verði opnaður í rýnivinnunni. Af hálfu utanríkisráðherra og embættismanna hans er lagt höfuðkapp á að einskonar könnunarviðræður fari fram en ekki aðlögun að einhliða ESB-skilyrðum.
Vegna þessarar stöðu innan ríkisstjórnarinnar kölluðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á Jón Bjarnason til fundar þriðjudaginn 18. janúar. Þar var honum tilkynnt að tafarlaust yrði ráðist í sameiningu atvinnuvegaráðuneyta. hann myndi þar með hverfa úr ríkisstjórninni. Aðgerðaáætlun um málið hefði verið samin í forsætisráðuneytinu á fundi sem haldinn var klukkan 11.00 sunnudaginn 16. janúar. Samkvæmt henni á ákvörðun um málið að liggja fyrir hjá forsætisráðherra mánudaginn 24. janúar.
Hagsmunaaðilar hafa verið boðaðir til fundar um málið næstkomandi föstudag. Er það gert undir formerkjum samráðs en búist er við því að í raun verði um einhliða tilkynningu af hálfu forsætisráðuneytisins að ræða. Fundurinn sé haldinn formsins vegna, því að ákvörðun liggi fyrir og henni verði ekki breytt.
Samhliða þessu hafa þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon lagt á ráðin um að beita áhrifum sínum innan þeirra samtaka sem hafa hagsmuna að gæta í landbúnaði og sjávarútvegi til að fá þau til að samþykkja að fallist verði á aðlögunarskilyrði ESB.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.