Föstudagurinn 5. mars 2021

Tæplega 400.000 Bretar krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB


1. febrúar 2011 klukkan 13:35
Breska blaðið The Daily Express hóf 25. nóvember baráttu fyrir úrsögn Breta úr ESB.

Stjórnendur breska blaðsins The Daily Express afhentu ríkisstjórn Bretlands hinn 31. janúar lista með nöfnum 350 þúsund manns sem vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn úr Evrópusambandinu. Til viðbótar þeim sem skrifuðu undir skráðu 23. 000 nöfn sín á vefsíðu blaðsins. Blaðið segir, að aldrei hafi fleiri Bretar tekið þátt í sambærilegri aðgerð á vegum dagblaðs þar í landi.

Í leiðara blaðsins 1. febrúar segir að af hálfu blaðsins sé þess ekki vænst að Cameron verði við þessari kröfu í dag, á morgun eða jafnvel á þessu ári. Hins vegar muni þrýstingur á hann aukast til mikilla muna vegna kröfunnar um að breska þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíð lands síns.

Blaðið segir að milljónir manna hafi ætíð verið á móti ESB og fáránlegum hugmyndum innan þess að verða að risaveldi. Nú liggi skýrar fyrir en áður að nokkur hundruð þúsund segi að málið muni ráða úrslitum um hvernig atkvæði þeirra falli í almennum kosningum.

Vegna þessa verði hundruð þingmanna sem nái kjöri með litlum atkvæðamun að gera upp hug sinn til þess hvort þeir vilji styðja kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu eða falla í kosningum. Reynslan sýni að kalkúnar velji sjaldan jólin.

Þá er minnt á blaðið hafi oft hafið krossferðir sem krefjist úthalds. Það hafi leiðið tvö ár þar til barátta þess vegna erfðafjárskatts hafið borið ávöxt. Á næstu mánuðum muni blaðið kynna leiðir fyrir lesendur sína til að leggja málstað þess vegna ESB lið. Cameron ætti að átta sig á þessu: krossfari standi við hliðgátt hans og sá hverfi ekki á braut.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS