Eva Joly höfðar ekki til franskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum. Daniel Cohn-Bendit leiðtogi græningja í Frakklandi hefur stutt hana sem forsetaframbjóðanda græningja-flokksins í kosningum árið 2012. Í franska blaðinu Le Figaro er laugardaginn 5. febrúar gefið til kynna að Cohn-Bendit sé að snúast hugur og hann veðji frekar á framboð Nicolas Hulots fyrir græningja.
Nicolas Hulot er þjóðkunnur sjónvarpsmaður í Frakklandi fyrir þáttinn Ushuaia á TF1-sjónvarpsstöðinni. Þar fjallar hann um umhverfismál og verndun náttúrunnar. Hann hefur stofnað umhverfisverndarstofnun með eigin nafni en sagði nýlega af sér stjórnarformennsku í henni. Telja margir það til marks um að hann ætli að sækjast eftir að verða frambjóðandi græningja í forsetakosningunum 2012. Árið 2007 var hann hvattur til framboðs og þá sýndu kannanir að hann nyti stuðnings 15% kjósenda.
Prófkjör verður um forsetaframbjóðanda verður hjá græningjum í sumar. Til þessa hefur verið talið að Eva Joly yrði jafnvel ein í framboði en nú eru teknar að renna tvær grímur á marga meðal græningja vegna þess hve fylgi við Joly mælist lítið í skoðanakönnunum. „Ég styð Evu Joly, eina frambjóðenda umhverfissinna og borgara –um þessar mundir,“ segir Cohn-Bendit í Le Figaro. Blaðið segir að flokksmenn hans túlki þess orð á þann veg að hann ætli að yfirgefa Joly og styðja Nicolas Hulot í hennar stað, gefi sjónvarpsmaðurinn færi á sér.
Eva Joly segist treysta á Cohn-Bendit í samtalinu við Le Figaro. Í blaðinu segir hins vegar að forystumenn græningja jafnvel inn í hóp nánustu samstarfsmanna Joly viðurkenni að stuðningur við hana hafi valdið vonbrigðum. „Við höfum gengið á vegg,“ segja þeir. Minnt er á að Joly hafi verið stefnt fyrir meiðyrði vegna orða sem hún lét falla um Florence Woerth, ráðherrafrú, þegar Bettenourt-málið var að hefjast (um fjármál auðugustu konu Frakklands). Þótt menn líti ef til vill á það sem minniháttar mál þyki hitt stærra, að Joly hefur látið í veðri vaka að Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, geri sér upp veikindi til að tefja fyrir málaferlum gegn sér í spillingarmáli frá því að hann var borgarstjóri í París. Hún hefur til dæmis sagt. „Pinochet var einnig mjög veikur, hann lifði þó enn í mörg ár.“
Skoðanakannanir sýna að Eva Joly slær ekki í gegn meðal kjósenda. Samkvæmt hinni síðustu fór Eva Joly niður fyrir 5% þröskuldinn í fylgi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.