Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi ákvað mánudaginn 14. mars að taka sér þriggja mánaða umþóttunartíma til að íhuga fyrri ákvörðun um að framlengja starfstíma 17 kjarnorkuvera í Þýskalandi um 12 ár. Með þessu brást ríkisstjórnin við slysinu í Fukushima –kjarnorkuverinu í Japan sem valdið hefur ótta í Þýskalandi og víðar í Evrópu.
Hinn 27. mars verður kosið til tveggja sambandslandsþinga það er í Baden-Württemberg og Reihnland-Pfalz.
Þýsku blöðin fjölluðu um áhrif kjarnorkuslyssins í Japan í leiðurum sínum 14. mars. Hér er vitnað til tveggja þeirra.
Süddeutsche Zeitung (til vinstri) segir:
„Atburðirnir í Japan sem geta ekki verið fjarlægari Þýskalandi landfræðilega munu hafa pólitísk áhrif hér á landi. Þeir gætu fljótlega tekið að breyta því hvernig meirihlutar myndast og aukið enn á erfiðleka mið-hægri samsteypustjórnarinnar. Ákvörðunin sem hún tók um kjarnorku í september 2010 gæti leitt til falls hennar.
Fátt höfðar jafn sterkt til tilfinninga fólks og vekur hjá því jafn mikla þörf til að láta að sér kveða í stjórnmálum og kjarnorka. Það eru ekki gleðifréttir fyrir ríkisstjórn sem styður starfrækslu kjarnorkuvera. Einkum þegar mikilvægar sambandslandakosningar eru á næsta leiti. Þær raska ekki valdajafnvægi á landsvísu en geta auðveldlega haft áhrif á baráttuþrek flokksstarfsmanna til að viðhalda því valdi.
Þær eru ekki gleðifréttir vegna þess að til dæmis í Baden-Württemberg velta kosningaúrslit á aðeins fáeinum prósentum. Efasemdir meðal stuðningsmanna kristilegra eða frjálslyndra gætu leitt til þess að þúsundir kjósenda sætu heima – eða flyttu þá í fang mið-vinstri flokkanna.
Merkel gæti varla orðið fyrir stærra áfalli núna en að kristilegir töpuðu forystu sinni í Baden-Württemberg.“
Die Welt (til hægri) segir:
„Jarðskjálftinn 11. mars var ekki árás hryðjuverkamanna. Pólitísk og sálræn áhrif hans verða eins mikil og 9/11 af því að hann hefur sýnt til hvers hryðjuverkaárás á kjarnorkuver kynni að leiða.
Myndir sem sýna brennandi byggingar fuðra upp vekja sterk viðbrögð, en kjarnorkan gjörbreytir stöðunni. Höggbylgjan sem barst frá Fukushima kann sjálf að hafa fundist í allt að þriggja kílómetra fjarlægð. Sálrænu áhrifin bárust hins vegar um alla heimsbyggðina.
Tjsernobýl var sérmál. Menn litu kjarnorku grunsemdaraugum en féllust á nýtingu hennar svo framarlega sem nútíma lýðræðisríki beittu öryggisráðstöfunum við vinnsluna.
Þessi tími er liðinn. Trú á margþættum og sannreyndum öryggisráðstöfunum varð að engu í Fukushima. Í hinu hátæknilega lýðræðisríki Japan hefur komið í ljós hvað gæti gerst yrði gerð net-árás á þýskt eða franskt kjarnorkuver eins og raunar kom í ljós þegar „Stuxnet“-forritinu var beitt gegn kjarnorkuáætlun Írans. Eða ef einbeittur, tæknivæddur hryðjuverkahópur næði orkuveri á sitt vald. Menn gátu sagt sér þetta. Að sjá það olli þáttaskilum.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.