Laugardagurinn 16. janúar 2021

Kjarnorkuslysið í Japan veldur pólitískum vandræðum fyrir Merkel


14. mars 2011 klukkan 20:31

Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi ákvað mánudaginn 14. mars að taka sér þriggja mánaða umþóttunartíma til að íhuga fyrri ákvörðun um að framlengja starfstíma 17 kjarnorkuvera í Þýskalandi um 12 ár. Með þessu brást ríkisstjórnin við slysinu í Fukushima –kjarnorkuverinu í Japan sem valdið hefur ótta í Þýskalandi og víðar í Evrópu.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra, og Angela Merkel, kanslari, tilkynna að þau ætli að íhuga líf kjarnorkuvera.

Hinn 27. mars verður kosið til tveggja sambandslandsþinga það er í Baden-Württemberg og Reihnland-Pfalz.

Þýsku blöðin fjölluðu um áhrif kjarnorkuslyssins í Japan í leiðurum sínum 14. mars. Hér er vitnað til tveggja þeirra.

Süddeutsche Zeitung (til vinstri) segir:

„Atburðirnir í Japan sem geta ekki verið fjarlægari Þýskalandi landfræðilega munu hafa pólitísk áhrif hér á landi. Þeir gætu fljótlega tekið að breyta því hvernig meirihlutar myndast og aukið enn á erfiðleka mið-hægri samsteypustjórnarinnar. Ákvörðunin sem hún tók um kjarnorku í september 2010 gæti leitt til falls hennar.

Fátt höfðar jafn sterkt til tilfinninga fólks og vekur hjá því jafn mikla þörf til að láta að sér kveða í stjórnmálum og kjarnorka. Það eru ekki gleðifréttir fyrir ríkisstjórn sem styður starfrækslu kjarnorkuvera. Einkum þegar mikilvægar sambandslandakosningar eru á næsta leiti. Þær raska ekki valdajafnvægi á landsvísu en geta auðveldlega haft áhrif á baráttuþrek flokksstarfsmanna til að viðhalda því valdi.

Þær eru ekki gleðifréttir vegna þess að til dæmis í Baden-Württemberg velta kosningaúrslit á aðeins fáeinum prósentum. Efasemdir meðal stuðningsmanna kristilegra eða frjálslyndra gætu leitt til þess að þúsundir kjósenda sætu heima – eða flyttu þá í fang mið-vinstri flokkanna.

Merkel gæti varla orðið fyrir stærra áfalli núna en að kristilegir töpuðu forystu sinni í Baden-Württemberg.“

Die Welt (til hægri) segir:

„Jarðskjálftinn 11. mars var ekki árás hryðjuverkamanna. Pólitísk og sálræn áhrif hans verða eins mikil og 9/11 af því að hann hefur sýnt til hvers hryðjuverkaárás á kjarnorkuver kynni að leiða.

Myndir sem sýna brennandi byggingar fuðra upp vekja sterk viðbrögð, en kjarnorkan gjörbreytir stöðunni. Höggbylgjan sem barst frá Fukushima kann sjálf að hafa fundist í allt að þriggja kílómetra fjarlægð. Sálrænu áhrifin bárust hins vegar um alla heimsbyggðina.

Tjsernobýl var sérmál. Menn litu kjarnorku grunsemdaraugum en féllust á nýtingu hennar svo framarlega sem nútíma lýðræðisríki beittu öryggisráðstöfunum við vinnsluna.

Þessi tími er liðinn. Trú á margþættum og sannreyndum öryggisráðstöfunum varð að engu í Fukushima. Í hinu hátæknilega lýðræðisríki Japan hefur komið í ljós hvað gæti gerst yrði gerð net-árás á þýskt eða franskt kjarnorkuver eins og raunar kom í ljós þegar „Stuxnet“-forritinu var beitt gegn kjarnorkuáætlun Írans. Eða ef einbeittur, tæknivæddur hryðjuverkahópur næði orkuveri á sitt vald. Menn gátu sagt sér þetta. Að sjá það olli þáttaskilum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS