Mánudagurinn 1. mars 2021

Ótti við fjármálaleg ragnarök í Evrópu segir danskur hag­fræðingur


15. apríl 2011 klukkan 23:28

Innan evru-svæðisins ræður ótti við skelfilegt hrun því að Grikkland er ekki orðið gjaldþrota segir Jacob Graven, aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku. Hann segir að Grikkland sé gjaldþrota og ekki sé nein leið til að komast hjá afleiðingum þess.

Graven segir að ástæðan fyrir því að gjaldþrotinu hafi ekki verið lýst fyrir löngu sé að stjórnmálamenn og fépsýslumenn innan ESB óttist að viðurkenning á því muni leiða til fjárhagslegs hruns, sem geti leitt til ríkisgjaldþrota annars staðar og gífurlegs taps banka innan evru-svæðisins.

„Menn eru einfaldlega ekki tilbúnir til að horfast í augu við hið mikla tap bankanna. Menn eru hræddir um að þetta leiði til fjármálalegra ragnaraka í allri Evrópu,“ sagði Jacob Graven í viðtali við Børsen TV í Danmörku.

Graven segir að dómínó-áhrif ríkisgjaldþrots í Grikklandi gætu orðið mismunandi. Víst sé að eigendur grískra ríkisskuldabréfa muni tapa andvirði þeirra. Þar með myndu bankar tapa mörgum milljörðum, einkum þýskir og franskir bankar, sem áttu á þriðja ársfjórðungi 2010 um 50 milljarði dollara í grískum ríkisskuldabréfum samkvæmt upplýsingum frá seðlabanka seðlabankanna, BIS í Basel.

„Þá er einnig mjög líklegt að einkaaðilar í Grikklandi tapi stórfé og þar koma þýskir og franskir bankar enn til sögunnar, því að þeir hafa lánað háar fjárhæðir til fyrirtækja og einkaaðila í Grikklandi,“ segir Jacob Graven.

Samkvæmt skýrslu BIS hafa þýskir og franskir bankar samtals lánað opinberum og einkaaðilum í Grikklandi, annar svegar 69,4 milljarða dollara og hins vegar 92 milljarða dollara.

Áhrifin af grísku ríkisgjaldþroti gætu einnig orðið þau að mati Gravens að önnur skuldsett evru-ríki færu sömu leið. Þar eru Portúgal og Írland fremst í röðinni. Féllu þau mundi boltinn velta áfram og þungi hana og umfang aukast.

Í gögnum frá BIS má sjá, að spænskir bankar eiga 108,6 milljarða dollara útistandandi í Portúgal. „Það er risavaxin fjárhæð,“ segir Jacob Graven. Spánskir bankar eru þannig í fremstu víglínu verði Portúgal gjaldþrota.

„Tapi spánskir bankar stórfé getur það – í versta falli – leitt til skriðu. Þá lenda þýskir og franskir bankar nefnilega í víglínunni, því að þeir hafa lánað mikið til Spánar. Ástæða er til að óttast að tap eins kalli á tap annars og síðan leiði það til skriðu,“ segir Jacob Graven í samtalinu við Børsen TV.

Hann telur að grískt ríkisgjaldþrot í raun óhjákvæmilegt á næsta eða þarnæsta ári. Hann útilokar þó ekki að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn grípi til nýrra björgunaraðgerða í þágu Grikklands þegar núverandi björgunarsjóður hverfur árið 2013, jafnvel þótt þær yrðu mjög óvinsælar meðal almennings í þeim löndum, sem verða að standa undir kostnaði við aðgerðirnar.

„Þetta verður aðeins til málamynda og deyfir kvölina. Ég tel að ekki verði komist hjá því að horfast í augu við hið versta. Grikkir verða fyrr eða síðar færa niður skuldir sínar, eins og sagt er. Þeir sem hafa fest fé sitt í grískum ríkisskuldabréfum fá ekki fé sitt endurgreitt – að minnsta kosti ekki alla fjárhæðina á umsömdum tíma,“ segir Jacob Graven.

Heimild: Jyllands-Posten

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS