Ríkin tvö nýttu sér undanþágur til síðustu stundar
Í dag opnast Þýzkaland og Austurríki, sem opinn vinnumarkaður fyrir íbúa átta fyrrverandi leppríkja Sovétríkjanna, sem gerðust aðilar að Evrópusambandinu á árinu 2004. Fólk frá Tékklandi, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Slóvakíu og Slóveníu getur nú farið til þessara tveggja þýzkumælandi landa í atvinnuleit. Þegar þessi átta ríki gerðust aðilar að ESB 2004 voru það aðeins þrjú ESB-ríki, sem opnuðu dyr sínar strax fyrir fólki frá þessum löndum, Bretland, Írland og Svíþjóð. Þýzkaland og Austurríki bönnuðu hins vegar fólki frá hinum nýju aðildarríkjum að leita sér vinnu í þeim löndum tveimur þar til undanþágutíminn var á enda, sem var sjö ár.
Í aðdraganda þessara breytinga lögðu stjórnvöld í Þýzkalandi áherzlu á, að þau mundu fylgjast vel með því, að vinnuveitendur notuðu fólk frá þessum löndum ekki til þess að lækka launakostnað sinn. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra tilkynnti að 150 nýir eftirlitsmenn yrðu ráðnir í þessu skyni. Aukið eftirlit beinist sérstaklega að byggingariðnaði og veitingastarfsemi.
Nýnazistahreyfingin, NPD, skipulagði mótmælagöngur í Bremen og öðrum þýzkum borgum af þessu tilefni. Í mótmælagöngunni voru borin spjöld, sem á stóð: „Stöðvum innrás erlendra verkamanna.“ Euobserver segir hins vegar að þeir sem mótmæltu mótmælagöngum nýnazista hafi verið langtum fleiri.
Brezk rannsóknarstofnun segir, að innflutningur erlends verkafólks til Bretlands hafi haft jákvæð áhrif á efnahagslífið þar og skýra megi aukningu landsframleiðslu upp á 0,38% á árunum 2004-2009 með því. Talið er að um 700 þúsund manns hafi komið frá löndunum átta til Bretlands á þessu tímabili, þar af um 500 þúsund Pólverjar.
Engu að síður hafa verkalýðsfélög í Þýzkalandi áhyggjur og rannsóknir sýna að innflytjendur eru að jafnaði á 18% lægri launum en Írar sjálfir.
Fólk frá Rúmeníu og Búlgaríu, sem gengu í ESB 2007 getur hins vegar ekki leitað vinnu fyrr en 1. janúar 2013.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.