Gilles de Kerchove, sem samræmir aðgerðir gegn hryðjuverkum á vegum ESB, hvatti mánudaginn 2. maí til aukinnar árvekni eftir að Bandaríkjamenn felldu Osamba bin Laden í borginni Abbottobad í Pakistan sunnudaginn 1. maí.
Bandarískar Blackhawk þyrlur fluttu um 25 menn úr sérsveit flotans, Navy SEAL, inn í afgirta húsaþyrpingu og sneru þær aftur eftir 40 mínútur, en þá hafði Osama bin Laden fallið í skotbardaga sem varð þegar lífverðir hans snerust til varnar.
Þrír fullorðnir féllu að auki í átökunum, þar á meðal einn sona bin Ladens. Hið afgirta svæði er nokkur hundruð metra frá herskóla Pakistana. Þrjár hersveitir eru í borginni og þúsundir hermanna. CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafði fylgst með svæðinu um nokkurt skeið. Bandaríkjamenn lögðu líkamsleifar Osama bin Ladens til hinstu hvílu á hafi úti.
Gilles de Kerchove fagnaði árangri bandarísku sérsveitarmannanna og taldi hann enn eitt skrefið í sameiginlegum aðgerðum til að stöðva útbreiðslu hryðjuverka. „Þetta markar ekki endalok næstum 10 ára baráttu heldur er aðgerðin mikilvægt skref“ sem de Kerchove taldi að mundi veikja kjarna Al-kaída samtakanna. Þau hefðu ekki lengur mátt til að stofna til annarrar árásar í líkingu við þá sem gerð var á New York og Washington 11. september 2001.
Hann taldi að dauði bin Ladens kynni að hvetja einhverja einstaklinga til að leita hefnda og þess vegna skipti miklu að sýna árvekni. Mest hætta steðjaði að Bandaríkjunum og Pakistan en í Evrópu yrðu stjórnvöld einnig að grípa til varúðarráðstafana.
De Kerchove sagði með vísan til upplýsinga sinna að reynst hefði ókleift að ná Osama bin Laden á lífi. „Markmiðið var að handtaka Osama bin Laden og sækja mál gegn honum fyrir dómara,“ sagði hann. „Ég tel að það hafi í raun vakað fyrir forsetanum (Barack Obama) – annars hefði hann notað fjarstýrðar flugvélar.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.