„Við viljum opna faðminn,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í Kastljósi 9. maí, þegar rætt var við hann um hælisleitendur á Íslandi og reglur sem gilda um afgreiðslu hælismála. Hann sagði að horfið yrði frá „lagahyggju og vinnumarkaðshyggju“ og mál einstaklinga yrðu afgreidd með tilliti til mannúðar og félagslegra sjónarmiða.
Innanríkisráðherra taldi öfugsnúið að í samræmi við EES-aðild hefðu menn heimild til að vera hér í hópum í „glæpsamlegum tilgangi“ en friðsamlegir útlendingar utan EES-svæðisins fengju ekki að setjast að hér á landi.
Ögmundur taldi að endurskoða yrði allt „regluverk“ varðandi útlendinga til að unnt yrði að taka hér á móti „góðu heiðvirðu“ fólki, sem væri að „flýja dapran heim“.
Þegar Þóra Arnórsdóttir, spyrjandi Kastljóss, vildi vita hve langt Ögmundur vildi ganga við að afnema hindranir í þágu innflytjenda svaraði hann á þann veg að þetta væri „flókinn veruleiki“. Huga þyrfti að því að sliga ekki „velferðarkerfið“ þótt opnað væri fyrir „fátæku fólki“. Hann vitnaði til reynslu sænskra hægri manna í þessu sambandi.
Ögmundur sagði: „Við viljum opna faðminn gagnvart góðu, heiðvirðu fólki.“ Mannúð og félagsleg sjónarmið ættu að ráða, stefnt yrði að því að „losna“ við annars konar fólk. Nú yrðu settar reglur til að skoða mætti á annan og nýjan hátt fólk á flótta undan „nöprum veruleika“, þótt jafnframt yrði að hafa í huga að sumir reyndu að villa á sér heimildir.
Innanríkisráðherra taldi að allir væru „meðvitaðir“ um að reglum um útlendinga og innflytjendur yrði að breyta á þann veg sem hann lýsti.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.