Miđvikudagurinn 5. október 2022

Meiri tollfrjáls bjór í fríhöfnum til ađ bjarga fjárhag Isavia ohf.


23. maí 2011 klukkan 16:38

Fjármálaráđuneytiđ telur nauđsynlegt ađ rýmka heimildir til ađ flytja inn tollfrjálsan bjór um komuverslarnir í fríhöfnum í Leifsstöđ, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöđum til ađ auka tekjur fyrirtćkisins Fríhafnar. Markmiđiđ er ađ bćta fjárhagsstöđu Isavia ohf. sem ber ábyrgđ á rekstri Fríhafnar í nafni ríkisins. Nettótap ríkisins vegna ţessara breytinga er áćtlađ um 150 milljónir króna.

Um áramótin var tekin upp álagning áfengisgjalds og tóbaksgjalds í komuverslununum auk ţess sem Isavia ohf. var gert ađ auka ađhald í rekstri sínum. Tillögu um aukna heimild sölu á tollfrjálsan bjór í ţessum verslunum ríkisins er ađ finna í frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráđherra ađ breytingu á nokkrum lögum í tengslum viđ gerđ kjarasamninga 5. maí sl.

Í greinargerđ međ frumvarpi fjármálaráđherra er taliđ ađ tekjur Isavia aukist „talsvert“ vegna ţessa. Ráđuneytiđ telur hins vegar ađ nettóáhrif breytinganna verđi 100 til 200 milljón króna tap hjá ríkissjóđi sem rekur áfengisverslanir um allt land.

Heimildir ferđamanna og flugáhafna til ađ flytja inn tollfrjálsan bjór verđa auknar. Hćkkunin nemur 67% eđa sex til níu lítrum eftir samsetningu á innkaupum auk ţess sem nýr kostur kemur til sögunnar, ţađ er ađ heimilt verđur ađ kaupa 12 lítra af tollfrjálsum bjór, ef menn „versla einungis öl“ eins og segir í greinargerđ međ frumvarpi fjármálaráđherra, ţađ er ef ferđamađur kaupir ekki annađ en bjór í komuverslun fríhafnarinnar.

Um áramótin varđ sú breyting á tekjuöflun ríkissjóđs ákveđiđ var ađ leggja tóbaksgjald og áfengisgjald á varning sem seldur er í fjórum komuverslunum fríhafna í landinu. Áđur hafđi sala á áfengi og tóbaki í komuverslun fríhafna í tengslum viđ millilandaflug veriđ undanţegin vörugjaldi og virđisaukaskatti. Gjaldtakan nemur 10% af áfengisgjaldi sem gildir í vínbúđunum og 20% af almennu vörugjaldi tóbaks. Áfengi og tóbak sem selt er í brottfararverslunum fríhafna hér á landi ber ekki ţetta nýja gjald.

Međ hinni nýju gjaldtöku er rekstur komuverslana fríhafna lagađur ađ ţví sem almennt er í ESB-löndum en í Noregi, sem er utan ESB, eru engin gjöld lögđ á áfengi og tóbak sem keypt er í komuverslunum fríhafna. Í frumvarpi fjármálaráđherra um hina nýju gjaldtöku er minnt á ađ hún hafi ţađ hlutverk hennar „ađ draga úr neyslu“ og ţess vegna megi „draga í efa réttmćti ţess fyrirkomulags ađ sala í íslenskum fríhöfnum sé skattfrjáls“. Áćtlađ er ađ nýju gjöldin skili ríkissjóđi 300 milljónum króna á árinu 2011. Upphaflega var ćtlun fjármálaráđherra ađ ná 1.000 milljónum króna í ríkissjóđ á ţennan hátt. Til ađ brúa biliđ var fyrir áramót gerđ krafa um frekara ađhald í rekstri Isavia ohf. međ ţađ ađ markmiđi ađ lćkka mćtti bein framlög ríkisins til fyrirtćkisins. Nú hefur hins vegar veriđ ákveđiđ ađ skapa Isavia ohf. auknar tekjur međ sölu á meiri bjór.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS