Brezka tímaritið The Economist segir að handtaka Ratko Mladics muni greiða fyrir stækkun Evrópusambandsins. Á meðan hann gekk laus hafi möguleikar Serbíu á aðild verið litlir. Framkvæmdastjórn ESB mun lýsa skoðun sinni á umsókn Serbíu í október n.k. Með handtöku Mladics hafi Serbía komizt hjá því að umsóknin stöðvaðist vegna þess að hann gengi enn laus. Þrýstingur frá ESB eigi mikinn þátt í að hann var handtekinn.
Vikuritið bendir á að Króatía muni væntanlega ljúka samningum um aðild snemma í júlí og gæti orðið aðili á árinu 2013. Gera megi ráð fyrir að Serbía fái stöðu sem formlegur umsækjandi á þessu ári. Annað mál sé hvort viðræður geti hafizt strax á árinu 2012.
Þá geri embættismenn ESB sér vonir um að kosningar í Macedoníu í þessum mánuði muni leiða til ríkisstjórnar, sem geti leyst deilu við Grikkland um formlegt nafn ríkisins, sem sé forsenda þess að viðræður um aðild geti hafizt. Þá geti betra samband við Serbíu leitt til samskipta við Bosníu og Albanía líti á Evrópusambandið sem endastöð.
Economist segir að þrátt fyrir þetta sé mikið starf óunnið á Balkanskaga. Ríkin þar þurfi að fást við sömu vandamál og fyrrum kommúnistaríki. Að auki eigi þau við kynþáttavandamál að stríða og arfleifð blóðugra átaka.
Þá segir að þjóðernisleg afstaða eins smáríkis geti valdið vandkvæðum. Þannig valdi deilur um Kýpur, sem er aðili að ESB vandkvæðum í samskiptum ESB og Atlantshafsbandalagsins, sem Tyrkland er aðili að. Þá kemur fram að vandamál tengd Rúmeníu og Búlgaríu séu mikil vegna spillingar og skipulegrar glæpastarfsemi. Almenn skoðun sé að þeim tveimur ríkjum hafi verið hleypt inn í ESB of snemma.
Loks sé stækkunarþreyta til staðar innan ESB. Frakkland og Kýpur komi í veg fyrir aðild Tyrklands. Það hafi leitt til óheppilegra breytinga á utanríkisstefnu Tyrkja. Economist segir að Evrópusambandið hafi mikla getu til að hafa áhrif á nágranna sína en við réttar aðstæður. Þjóðir verði að vilja aðild, þeim verði að setja ströng skilyrði um umbætur, þær verði að setja niður deilur um landamæri og hafa sannfæringu fyrir því að aðild skipti máli. Aðild án skilyrða þýði vandræði. Skilyrði án aðildar þýði svik.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.