Enn eru eftirmál í Evrópu vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. Nú um síðustu helgi blossuðu upp harðar deilur á milli afkomenda þeirra Þjóðverja, sem bjuggu í Súdetalandi, sem er svæði á landamærum Þýzkalands og Austurríkis, sem tilheyrði Tékkóslóvakíu. Þýzkaland Hitlers lagði héraðið undir sig í kjölfar Munchenarsáttmálans 1938 og ári síður Tékkóslóvakíu alla. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar ráku Tékkóslóvakar 3 milljónir manna af þýzku bergi brotnu frá héraðinu og sögðu þá hafa tekið þátt í hernámi nazista. Nú vilja afkomendur hinna brottreknu Þjóðverja að Tékkar biðjist afsökunar á brottrekstrinum. Vaclav Klaus, forseti Tékklands tók þeim kröfum afar illa og alveg sérstaklega að hún skyldi sett fram á þeim degi, þegar nazistar frömdu fjöldamorð í tékkneska þorpinu Lidice árið 1942 og drápu 340 manns.
Frá þessu er sagt í Der Spiegel, sem segir að Franz Parry, leiðtogi samtaka afkomenda Súdeta-Þjóðverja, hafi sett þessa kröfu fram á 62. ársfundi samtakanna í Augsburg. Í ræðu sinni á fundinum vísaði Parry til heimsóknar Elídabetar II. Bretadrottningar til Írlands fyrir nokkrum vikum þar sem hún lýsti hryggð sinni vegna ofbeldis í samskiptum Breta og Íra fyrr á tíð og spurði hvað kæmi í veg fyrir að forseti Tékklands léti svipaðar tilfinningar í ljósi vegna hinna brottreknu Súdeta-Þjóðverja.
Vaclav Klaus sakaði Parry hins vegar um ótrúlegt tillitsleysi og hugsunarleysi að setja slíka kröfu fram og alveg sérstaklega á þessum degi. Stjórnarandstæðingar í Tékklandi tóku í sama streng og töldu kröfu Parrys ósvífna, heimskulega og ögrandi. Leiðtogi kommúnista sagði að krafa Parrys væri til marks um hámark hrokans frá samtökum, sem virtust ekki skilja hver hefði hafið heimsstyrjöldina síðari og hvernig Þjóðverjar, sem bjuggu í þeim hluta Tékkóslóvakíu tóku þátt í þeim atburðum.
Parry furðaði sig á viðbrögðum tékkneska forsetans og benti á að ummæli sín hefðu fallið í ræðu, sem fjallað hefði um stríðsglæpi Þjóðverja. Hann sagði tilhneigingu Klaus til að bregðast alltaf neikvætt við því, sem kæmi frá afkomendum Súdeta-Þjóðverja sorglega. Annar talsmaður samtakanna, Bernd Posselt minnti á að hann sjálfur hefði heimsótt Lidice á síðasta ári og lagt blómsveig á minnisvarða þeirra, sem þar voru drepnir til að undirstrika hve viðbjóðslegt það hefði verið að drepa þetta fólk bara vegna þess að það var af tékkneskum uppruna.
Erika Steinbach, forseti samtaka brottrekinna Þjóðverja sagði að vandamálið væri ekki að Súdeta-Þjóðverjar gætu ekkert lært heldur að forseti Tékklands gæti ekkert lært.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.