Laugardagurinn 14. desember 2019

Merkel vill „umtalsverðan skerf“ frá fjárfestum til björgunar Grikkjum - Juncker talar um leik að eldi


18. júní 2011 klukkan 19:16

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti fjárfesta til að leggja „umtalsverðan“ skerf af mörkum til að draga úr skuldavanda Grikkja í ræðu sem hún flutti á fundi með flokksmönnum sínum, kristilegum demókrötum, í Berlín laugardaginn 18. júní.

„Við verðum að leggja okkur fram um að fá umtalsvert framlag“ frá fjárfestum og lánardrottnum eins og bönkum og tryggingarfélögum sagði Merkel og tók fram að framlagið yrði að verða veitt af fúsum og frjálsum vilja.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, talaði á sama veg og Merkel í samtali við Börsenzeitung laugardaginn 18. júní og sagði að hlutverk fjárfesta ætti að vera „merkjanleg“ og „tryggt“.

Á fundi með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í Berlín föstudaginn 17. júní féll Merkel frá fyrri kröfu um að framlag fjárfesta vegna annars neyðarláns til Grikkja næmi allt að þriðjungi þess fjár sem vantaði og skyldu þeir lengja endurgreiðslutíma á grískum skuldabréfum sínum.

Merkel og Sarkozy lögðu áherslu á að fjárfestar ættu sjálfir að ákveða framlag sitt og skyldu hafa samráð um það við Seðlabanka Evrópu, framkvæmdastjórn ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Orð Merkel laugardaginn 18. júní féllu um svipað leyti og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-landanna 17, sagði að afleiðingar skuldavanda Grikkja kynnu að breiðast til annarra ESB-ríkja eins og eldur í sinu.

Juncker fullyrti að vandinn sem neyddi Grikki, Íra og Portúgali til að leita aðstoðar kynni ekki aðeins að hafa áhrif á Spáni, sem almennt er talinn næstur í röðinni, heldur einnig Ítalíu og Belgíu.

Í viðtali við Süddeutsche Zeitung gagnrýndi Juncker þýsk stjórnvöld fyrir að þrýsta á skuldabréfaeigendur og sagði að með því hefðu þau aukið kostnaðinn við að koma Grikkjum úr skuldakreppunni. Hann sagði að innan evru-svæðisins léku menn sér að eldi.

Fjölmenn mótmæli eru í Grikklandi dag eftir dag.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS