William Hague, utanríkisráðherra Breta, sagði mánudaginn 18. júlí að Bretar mundu „aldrei“ samþykkja tillögu um eina sameinaða herstjórn ESB í stað hinna fimm herstjórna sem nú eru í fimm ESB-ríkjum.
„Ég hef skýrt frá því að Bretar munu ekki samþykkja eina herstjórnarmiðstöð. Við munum hvorki samþykkja tillögu um slíka miðstöð núna né í framtíðinni. Þetta er rautt strik af okkar hálfu,“ sagði Hague við fjölmiðlamenn eftir fund utanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel.
Hann sagði að slík herstjórn yrði ekki annað en spegilmynd af skipulagi innan NATO og með henni yrði aðeins verið að kasta fé á glæ.
Barónessa Ashton, utanríkisráðherra ESB, flutti tillögu um hina sameinuðu herstjórn ESB. Hún sagði að henni kæmi afstaða Hague ekki á óvart. Fyrri ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefði haft sömu afstöðu en sú ríkisstjórn lagði til að Ashton færi men stjórn utnaríkis- og öryggismála innan ESB.
Frakkar eru upphafsmenn tillögunnar um eina herstjórn ESB. Ashton var spurð eftir fund utanríkisráðherranna 18. júlí hvort hún mundi nú leggja tillöguna til hliðar. Hún svaraði: „Við munum áfram kanna hvað unnt er að gera en mér er ljóst að ekki er unnt að ná langt þegar gerð er er krafa um að öll ríki séu samstiga.“
Hún vakti hins vegar athygli fjölmiðlamanna á því að þennan sama mánudag 18. júlí hefði utanríkisþjónusta ESB opnað eigin stjórn- og samhæfingarstöð (situation room). Allan sólarhringinn, alla daga sitja viðbragðsverðir á vakt í stöðinni til að auðvelda ESB að bregðast við á skjótan hátt og láta að sér kveða hvar sem er í veröldinni. Sagði hún að vegna þessarar starfsemi væri ekki stofnað til nýrra útgjalda í nafni ESB.
Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, fagnaði tillögu Ashton um sameinaða herstjórn og sagðist harma að Bretar sýndu ekki meiri sveigjanleika. „Mikill meirihluti ráðherranna var hlynntur einni herstjórn sem “Weimar-ríkin„ kynntu,“ sagði hann og vísaði þar til Frakklands, Póllands og Þýskalands.
Kæmi til þess að ESB kæmi á fót sameinaðri herstjórn yrðu herstjórnir ESB í Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Þýskalandi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.