Laugardagurinn 3. desember 2022

Kvennaraunir DSK halda áfram í Frakklandi - ásakanir um tilraun til ađ ţagga niđur í vitni


27. ágúst 2011 klukkan 18:38
Enn ein konan kemur fram og lýsir gömlu ástarsambandi við DSK - var reynt að þakka niður í henni?

Ţegar sakamáli á hendur Dominique Strauss-Kahn (DSK), fyrrverandi forstjóra Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, vegna kćru um nauđgun er lokiđ í New York međ niđurfellingu málsins verđur nýtt mál tengt kvennamálum DSK ađ fréttaefni í Frakklandi. Óskađ hefur veriđ eftir opinberri rannsókn á bćjarfulltrúa í Sarcelles viđ París en ţar var pólitískur heimavöllur DSK ţegar hann var ţátttakandi í frönskum stjórnmálum. Bćjarfulltrúinn er sakađur um ađ lofa peningagreiđslu til ađ ţagga niđur í konu sem sagt hefur frá sambandi sínu viđ DSK. Fađir konunnar segir ađ um sé ađ rćđa sósíalistann Youri Mazou-Sacko.

Máliđ snertir Marie Victorine M., 38 ára gamla, sem hefur lýst yfir ţví í fjölmiđlum ađ hún sé fyrrverandi ástkona DSK. Hún býr um ţessar mundir í Kaliforníu en fađir hennar, André M‘Bissa, svarađi föstudaginn 26. ágúst spurningum lögreglu vegna rannsóknar hennar á kćrunni sem runnin er undan rifjum Thibaults de Montbrials, lögfrćđings Nafissatou Diallo, en hún sakađi DSK um ađ hafa nauđgađ sér í New York.

André M‘Bissa veitti franska blađinu Le Parisien einkaviđtal sem birtist laugardaginn 27. ágúst. Ţar lýsir hann sinni hliđ ţessa máls. Hann segir ađ Youri Mazou-Sacko hafi reynt ađ ná í sig í síma, „tvisvar sinnum“. Hann hafi svarađ honum ţegar hann hringdi í ţriđja sinn og ţeir hafi síđan hist, fyrra sinni 9. ágúst. Ţá hafi Mazou-Sacko rekiđ erindi fyrir „yfirbođara sína“ og beđiđ um símanúmer dóttur M‘Bissa, sem hann hefđi ekki fengiđ. Tveimur dögum síđar hefđu ţeir hist ađ nýju. Ţá hefđi Mazou-Sacko sagt ađ hann vćri sendur til ađ fá símanúmeriđ af ţví ađ dóttur M‘Bissa talađi of mikiđ í sjónvarpi og blöđum.Í lok júlí sást Marie-Victorine oft í fjölmiđlum ţegar hún greindi frá ţví ađ hún hefđi átt „leynilegt og innilegt“ samband viđ DSK áriđ 1997.

André M‘Bissa segir í Le Parisien ađ Mazou-Sacko hafi loks spurt hvađ hann ţyrfti ađ gera til ađ ţagga niđur í Marie-Victorine, láta hann hafa peninga eđa útvega honum vinnu? Fađirinn segist hafa svarađ ađ hann vćri tilbúinn til ađ semja fengi hann 5 milljónir. Ţá hafi Mazou-Sacko sagt ađ hann ţyrfti ađ rćđa yfirbođara sína. M‘Bissa segir ađ eftir ţennan seinni fund ţeirra hafi hann ekki hitt Mazou-Sacko. Hann segir viđ Le Parisien. „Síđan 1998 (ţegar sagt er ađ sambandi Marie-Victorine og DSK hafi lokiđ) höfum viđ aldrei minnst á ţetta mál. Í ţrettán ár höfum viđ ekki skipt okkur neitt af ţessu fólki. Hefđi ég viljađ peninga hefđi ég krafist ţeirra á ţessum tíma,“ segir fađirinn í lok samtalsins viđ Le Parisien.

Lögregla í Versölum rannsakar ţetta mál. Le Parisien segir ađ rannsókninni „verđi hrađađ“ og vitnar til heimildarmanns innan lögreglunnar. Samkvćmt frönskum lögum er refsing viđ ađ ţagga niđur í vitni allt ađ ţriggja ára fangelsi og 45.000 evru sekt.

Í franska blađinu Le Monde segir ađ André M'Bissa hafi á sínum tíma veriđ virkur ţáttakandi í stjórnmálabaráttu sósíalista en í kosningum til bćjarstjórnar í Sarcelles áriđ 2008 hafi hann skipađ sćti á lista hćgrimanna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS