Föstudagurinn 5. mars 2021

DSK og Banon hittast á fundi í lög­reglustöð í París


29. september 2011 klukkan 18:12

Dominique Strauss-Kahn (DSK), fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sat tvær klukkustundir fimmtudaginn 29. september hjá lögreglu í París með Tristane Banon rithöfundi sem hefur sakað hann um að reyna að nauðga sér árið 2003.

Lögfræðingar tóku ekki þátt í þessum fundi sem fór fram undir handarjaðri lögreglunnar. Hvorki Banon (32 ára) né Strauss-Kahn (62 ára) sögðu neitt þegar þau yfirgáfu lögreglustöðina sem var umsetin fjölda blaðamanna.

Dominique Strauss- Kahn og Tristane Banon

Fundir af þessu tagi tíðkast hjá frönsku lögreglunni þegar tvær manneskjur lýsa atviki sem þeir áttu sameiginlegt á ólíkan hátt. Fundurinn kann að leiða til þess að saksóknari ákveði að hætt skuli rannsókn málsins vegna þess að kæra Banon sé tilhæfulaus, þá kann hann einnig að komast að þeirri niðurstöðu að of langt sé um liðið til að halda málinu áfram eða einfaldlega álíta að málið sé ekki þess eðlis að réttmætt sé að ákæra.

Lögregla hefur þegar yfirheyrt 20 vitni í málinu þar á meðal François Hollande sem stefnir að því að verða forsetaframbjóðandi sósíalista.

Banon sagði fyrst frá árás DSK á sig í sjónvarpsþætti 2007 en ákvað að kæra eftir að fréttir bárust um miðjan maí um meinta nauðgun hans á hótelþernu í New York. Fallið var frá þeirri ákæru þar sem þernan þótti ekki trúverðug.

Banon sagðist sl. laugardag (24. september) hrædd við að hitta DSK. Hún hefur sagt að DSK hefði ráðist að sér eins og „simpansi á fengitíma“ eftir að hafa lokkað sig inn í auða íbúð í París undir því yfirskini að hann ætlaði að veita henni viðtal vegna bókar sem hún var að rita.

DSK viðurkennir að hafa „reynt við“ Banon en neitar að hafa beitt nokkru ofbeldi og hefur stefn henni fyrir meiðandi ummæli um sig. Hún segist munu fara í einkamál falli ákæruvaldið frá sakamáli.

Þótt Banon hafi lýst hræðslu við að hitta DSK hefur hún einnig sagt að hún vildi geta horfst í augu við hann með lögreglu sem vitni og heyra hann segja upp í opið geðið á sér að hún hefði ímyndað sér þetta allt saman.

Hótelþernan í New York, Nafissatou Diallo, hefur höfðað einkamál á hendur DSK. Hann krefst frávísunar á því þar sem hann njóti úrlendisréttar sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. DSK hefur sakað Diallo um að trufla viðleitni sína til að bjarga efnahag heimsins með því að vega að sér þegar hann hafði allan hugann við fjármálakeppuna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS