Miđvikudagurinn 1. desember 2021

Barnabarn einrćđisherra N-Kóreu „finnst“ á Facebook - fer í skóla í Mostar


6. október 2011 klukkan 11:25

Kim Han Sol, 16 árs sem er ađ hefja nám í alţjóđlegum skóla í Mostar í Bosníu-Herzegovínu, er ađ sögn franska blađsins Le Figaro sem vitnar í suđur-kórenska fjölmiđla, sonarsonur Kims Jongs Ils, einrćđisherra í Norđur-Kóreu. Hann er međ litađ ár, demanta í eyrum og hátísku-gleraugu. Blađamenn í Suđur-Kóreu „fundu“ Kim Han Sol á Twitter og Facebook og telja sig hafa sannreynt ćtterni hans. Á síđunni lýsir Han Sol yfir stuđningi viđ lýđrćđislega stjórnarhćtti.

Kim Han Sol

Taliđ er ađ Kim Han Sol hafi yfirgefiđ Norđur-Kóreu áriđ 2001 međ föđur sínum, Kim Jong Nam. Jong Nam er elsti sonur Kim Jong-Il. Hann komst í heimsfréttirnar áriđ 2001 ţegar hann sćtti handtöku í Tókíó fyrir ađ ferđast á fölsku vegabréfi undir nafninu Kim Chol. Erindi sitt til Japans sagđi hann ađ heimsćkja Disney-land. Frá ţví ađ ţetta atvik gerđist hefur enginn heyrt neitt meira af Kim Jong Nam, framferđi hans svipti hann rétti til ađ taka viđ völdum sem einrćđisherra af föđur sínum.

Á sínum tíma bárust fréttir um ađ Kim Jong Nam hefđi flúiđ til Kína, líklega Makaó, sem frćg er fyrir spilvíti og vestrćnan lífsstíl. Facebook-síđa hins unga Kims Hans Sols er skráđ í Makaó og ţar er Kim Chol, líklega fađir hans, nefndur međal vina.

Mikil leynd hvílir fjölskyldumálum einrćđisherrans í Norđur-Kóreu, Kims Jongs Ils. Hann er 69 ára og ađ minnsta kosti sex börn, ţrjá syni og ţrjár dćtur, međ fjórum konum. Kim Jong Nam 40 ára er elsti sonurinn og samband hans viđ hálfbrćđur sína hefur veriđ stirt. Taliđ er ađ yngsti sonurinn Kim Jong-un, 26 eđa 27 ára, taki viđ völdum af föđur sínum. Óvíst er um aldur hans ţví ađ líklegt er taliđ ađ fćđingarár hans, 1982, sé falsađ svo ađ ţađ rími viđ áriđ 1912 ţegar Kim Il Sung, afi hans fćddist, og 1942 ţegar Kim Jong Il, fađir hans, fćddist.

Kim Jong-un stundađi á sínum tíma nám í einstaklega glćsilegum heimavistarskóla í Sviss. Hann var ţó ekki úti á lífinu eins Kim Han Sol, ţví ađ Jong-un dvaldist um helgar í sendiráđi Norđur-Kóreu í Genf og hugađi ađ sykursýki sinni og hjartveiki.

Skólinn í Mostar sem Kim Han Sol mun sćkja er ekki eins glćsilegur og svissneski skólinn sem föđurbróđir hans sótti. Skólinn er á ţeim slóđum ţar sem hart var barist ţegar Júgóslavía liđađist í sundur. Han Sol mun hefja nám viđ skólann eftir ađ gengiđ hefur veriđ frá öllum formsatriđum vegna vegabréfsáritunar ađ sögn skólastjórnenda. Ţessi alţjóđlegi skóli kom á sínum tíma til sögunnar til ađ auđvelda ungu fólki ađ takast á viđ vandamál ef ţađ sagđi skiliđ viđ kommúníska stjórnarhćtti á tímum kalda stríđsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS