Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Salmond: Þetta er skozk olía og Skotar eiga að njóta auðlinda sinna

300 milljarðar punda farið til London á 40 árum frá skozkum olíulindum


14. október 2011 klukkan 08:30
Skoska forsætisráðuneytið
Alex Salmond

Þetta er skozk olía og tími til kominn að Skotar njóti auðlinda sinna. Þannig hljómar málflutningur sjálfstæðissinna í Skotlandi um þessar mundir að sögn skozka dagblaðsins The Scotsman en forráðamenn BP hafa upplýst að þær olíulindir vestan Shetlandseyja, sem umhverfssinnar hafa áhyggjur af, muni duga fram til ársins 2050.

Alex Salmond, leiðtogi skozkra þjóðernissinna og forsætisráðherra heimastjórnar Skota notar nú að sögn blaðsins þennan mikla olíufund til þess að undirstrika mikilvægi þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði sínu og að Skotar njóti sjálfir afraksturs af þessari miklu olíu.

The Scotsman segir að á síðustu 40 árum hafi 300 milljarðar punda runnið til London frá skozkum olíulindum. David Cameron, forsætisráðherra Breta, sem var á ferð í Skotlandi í gær mótmælir þessum málflutningi og bendir á að Bretland allt hafi lagt fram fé í þá miklu fjárfestingu, sem hafi skilað þessum arði.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS