Pólverjar, Ungverjar og Tékkar eru ekki á neinni hraðferð inn á evru-svæðið þótt þeim beri að taka upp evru samkvæmt ESB-aðildarsamningum sínum frá 2004. Forsætisráðherrar landanna lýstu þessu yfir föstudaginn 14. október.
„Myntbandalagið breytist smátt og smátt í millifærslu- og skuldabandalag, við verðum þess vegna að bíða og sjá hvert stefnan verður tekin næst á evru-svæðinu,“ sagði Petr Necas, forsætisráðherra Tékklands eftir fund í Prag með starfsbræðrum sínum Viktor Orban frá Ungverjalandi og Donald Tusk frá Póllandi.
Ráðherrarnir töldu að vandinn á evru-svæðinu skapaði hættu fyrir efnahagslíf landa sinna þar sem ríkin á svæðinu væru helstu viðskiptalönd þeirra.
„Ríkisstjórn mín hefur ekki og mun ekki ákveða neina dagsetning um upptöku evru,“ sagði Necas en núverandi kjörtímabili lýkur 2014 í Tékklandi.
Donald Tusk sagði að Pólverjar, sem nú eru í forsæti innan ESB, hefðu áhuga á að taka upp evru en þeir fullnægðu ekki enn skilyrðum til þess. „Hins vegar verður evru-svæðið einnig að fullnægja settum skilyrðum,“ sagði Tusk og bætti við: „Framtíð evru-svæðisins er í húfi ekki vegna þeirra sem eiga að fara þar inn heldur vegna evru-ríkja sem hafa skapað þetta hættulega ástand með framgöngu sem einkennist ekki alltaf af ábyrgðarkennd.“
Viktor Orban varaði við þrepskiptu Evrópusambandið og hvatti evru-ríkin 17 til að taka ákvarðanir sem yrði fagnað af ríkjum utan hópsins. „Það má ekki skipta ESB á milli evru-ríkjanna og hinna sem ekki hafa evru,“ sagði Orban.
Forsætisráðherrarnir hittust í Prag undir merkjum Visegrad-hópsins, það er fjögurra ríkja sem áður lutu stjórn kommúnista í miðhluta Evrópu, auk fyrrnefndu ríkjanna þriggja er Slóvakía, evru-ríki síðan 2009, einnig í hópnum.
Iveta Radicova, fráfarandi forsætisráðherra Slóvakíu, sat ekki fundinn þar sem ríkisstjórn hennar baðst lausnar um miðja vikuna vegna ágreinings um neyðarsjóð vegna evru-vandans.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.