Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Liam Fox segir af sér sem varnarmála­ráðherra Bretlands


14. október 2011 klukkan 16:48

Liam Fox, varnarmálaráðherra Breta, sagði af sér embætti föstudaginn 14. október vegna tengsla sinna við Adam Verritty, vin ráðherrans og sjálfskipaðan ráðgjafa. Fox hefur átt í vök að verjast vegna þessa í nokkra daga og hafin var rannsókn á því hvort hann hefði brotið gegn starfsreglum ráðherra.

Liam Fox

Í afsagnarbréfi sínu til Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, sagðist Fox fyrir mistök hafa látið einkahagsmuni og opinberar skyldur skarast. Forsætisráðherrann sagðist harma brottför Fox úr ríkisstjórninni en „skilja ástæður“ að baki henni.

Varnarmálaráðherrann átti undir högg að sækja eftir að spurðist að Werritty hagsmunamiðlari hefði hitt hann í 18 utanlandsferðum þótt hann hefði engum opinberum skyldum að gegna. Hann hefði dreift nafnspjöldum sem gáfu til kynna að hann væri ráðgjafi Fox.

Þá hefur einnig verið spurt hver hafi greitt fyrir viðskiptaumsvif Werrittys og hvort hann hefði hagnast sjálfur á miklum samgangi sínum við varnarmálaráðherrann.

Á sínum tíma stefndi Liam Fox að því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Hann náði ekki marki sínu en komst þó nærri því. Hann er á hægri væng Íhaldsflokksins. Fyrir nokkrum vikum fagnaði hann 50 ára afmæli sínu og þá var tekin mynd af honum með Margaret Thatcher sér við hlið. Hann hefur setið á þingi síðan 1997 og verður að nýju óbreyttur en áhrifamikill þingmaður.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS