Meðal aðildarríkja og embættismanna Evrópusambandsins er vilji til þess að teygja túlkun á kröfum sambandsins um aðlögun af hálfu umsóknarríkis til móts við óskir íslenska utanríkisráðuneytisins. ESB telur ekki að horfið sé frá reglunum með víðri túlkun á þeim þótt menn séu ef til vill á þunnum ís. Hin rúma túlkun sé nauðsynleg í því skyni að hindra að aðildarviðræðurnar við Ísland sigli í strand. Því eru hins vegar takmörk sett hve unnt er að teygja sig langt eins og fram kemur í skilyrðum ESB um „tímasettar áætlanir“ um aðlögun að kröfum þess.
Hvað eftir annað er áréttað af málsvörum Evrópusambandsins að viðræðurnar við Íslendinga séu einstæðar að því leyti að ekki sé þörf á að velta hverjum steini í löggjöf umsóknarríkisins og átta sig á því hvað að baki býr. Ekki sé leitast við að fela nein efnisatriði fyrir ESB með blekkingum. EES-löggjöfin sé gegnsæ og Schengen-aðild Íslands auðveldi afgreiðslu á þeim þætti umsóknarinnar.
Að baki svörum um stöðu viðræðnanna við Íslendinga og úrlausnarefna sem við blasa hvílir þó alltaf eitt vandamál. ESB hefur ekki áður fengið svo loðin svör við því hvernig umsóknarríkið ætlar að bregðast við kröfum þess um aðlögun. ESB segir að í mörgum málaflokkum sé ekki nóg að rýna í lagatexta það verði einnig að sannreyna á vettvangi hvort unnt sé að standa við eða framkvæma ESB kröfur, til þess þurfi ríki að vera fús til aðlögunar.
Augljóst er að utanríkisráðherra Íslands hefur áhuga á að fundin sé leið til þess að hindra stöðvun viðræðna við Íslendinga vegna þess að þeir standist ekki aðlögunarkörfurnar. Í þessu augnamiði hafa viðræðunefndir Íslands og ESB komið sér saman um aðferðafræði sem dugar í senn til að friða þá innan ríkisstjórnar Íslands sem segjast andvígir aðlögun og gerir ESB kleift að segja að reglur þess séu ekki brotnar.
Eins og áður segir eru því takmörk sett hve langt er unnt að ganga í þessu efni af hálfu ESB. Takmörkin byggjast bæði á efnislegri hlið málsins en ekki síður á tímamörkum. Knýi Íslendingar á um að hraða viðræðunum þrengist svigrúmið til að krefjast ekki aðlögunar.
Þegar um þetta er rætt við sérfróða menn í Brussel er augljóst að þeir átta sig á því að hér eru menn á þunnum ís. Þá verður jafnframt sífellt skýrara eftir því sem lengra miðar í viðræðunum að í þessu efni ríkir ákveðin tvöfeldni sem samrýmist ekki kröfunum um gegnsæi.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.