José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur kynnt áform um evru-skuldabréf þrátt fyrir andstöðu Þjóðverja. Framkvæmdastjórnin ætlar að hefja samráðsfundi til að kanna viðhorf ríkisstjórna evru-ríkjanna 17 til útgáfu slíkra skuldabréfa. Hann kallar þau „stöðugleika bréf“.
Margir óttast að skuldavandinn á evru-svæðinu sé hafi nú breiðst út til Þýskalands, eimreiðarinnar í efnhagslífi svæðisins, en þýska ríkið seldi skuldabréf fyrir 3,6 milljarða evra miðvikudaginn 23. nóvember af 6 milljarða útboði. Evran lækkaði snarlega eftir útboðið. Sérfræðingar notuðu orðið „hrikalegt“ þegar þeir lýstu niðurstöðu útboðsins.
Chris Walker, gjaldmiðlafræðingur hjá svissneska UBS-bankanum, sagði við BBC: „Margir hafa haft á orði undanfarna daga að ef til vill sé Þýskaland ekki hið örugga skjól sem flestir álíta.“
Jens Peter Sörensen hjá Danske Bank sagði að útboðið „endurspeglaði mikla vantrú á evrunni frekar en menn vantreystu þýskum ríkisskuldabréfum“.
Kæmu „stöðugleika bréf“ Barrosos til sögunnar segir BBC að því fylgdi mun meira eftirlit og stjórn af hálfu ESB á fjárlagagerð ríkja innan evru-svæðisins til að hindra að allt færi úr böndunum eins og gerst hefur undanfarin misseri.
Barrsoso sagði:
„Stöðugleika bréf leysa ekki úr bráðavandanum og koma ekki í stað nauðsynlegra umbóta í þeim ríkjum sem nú eru undir þrýstingi. Við þurfum jafnframt að sýna almenningi og alþjóðlegum fjárfestum að við meinum það sem við segjum um öflugri efnahagsstjórn á evru-svæðinu, bæði að því er varðar aga og samruna, stöðugleika bréfin eru einmitt til marks um viðleitni í þá átt.“
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur sagt að brýnna sé að breyta sáttmála ESB en gefa út evru-skuldabréf vilji menn leysa skuldavandann.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur sagt að evru-skuldabréf leysi ekki evru-skuldavandann og þau muni aðeins draga úr þrýstingi á ríki sem verði að takast á við skuldir sínar.
„Málið snýst um að skapa reglur um fjárlagaaga í Evrópuríkjum. Um leið og menn fara að tala um evru-skuldabréf er pressan tekin af þessum ríkjum,“ sagði fjármálaráðherrann.
ESB vill fá vald til að senda eftirlits- og tilsjónarmenn inn í fjármálaráðuneyti evru-ríkjanna og þeir hafi umboð til að krefjast breytinga sem þeir telja nauðsynlegar til að bjarga ríkjum undan efnahagshruni.
Um leið og framkvæmdastjórn ESB boðar aga og hertar reglur í Brussel berast fréttir af því að ríkissjóður heimamanna í Belgíu sé svo aðþrengdur að hann hafi ekki bolmagn til að leggja það af mörkum til að bjarga belgísk-franska Dexia-bankanum sem lofað hafði verið. Þetta muni skapa Frökkum vanda og fjármálaráðuneyti þeirra sem berst dag og nótt við að halda í AAA lánshæfiseinkunnina.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.