Brynja Björg Halldórsdóttir sem hefur verið í forystusveit vinstri-grænna (VG) sagði sig úr flokknum með bréfi sunnudaginn 4. desember. Í bréfinu segir Brynja Börg að við ákvörðun sína um úrsögn hafi hrossakaup VG og Samfylkingar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu vegið þyngst. Þrátt fyrir að grasrót VG sé og hafi alltaf verið á móti aðild og meirihluti þjóðarinnar, hafi verið var „farið af stað í eina tímafrekustu, kostnaðarsömustu og langtum andlýðræðislegustu vegferð í manna minnum“ með aðildarumsókninni.
Brynja Björg skipaði 7. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum árið 2009. Hún var formaður ungra VG á höfuðborgarsvæðinu 2008 til 2009, formaður ungra VG í Reykjavík 2007 til 2008 en varaformaður 2006 til 2007.
Brynja Björg sendi Evrópuvaktinni 4. desmber bréf sem hún sendi á nerfang skrisfstofu VG. Í bréfinu segir:
„Frá árinu 2005 hefur undirrituð verið virkur meðlimur í VG því stefnuskrá flokksins samræmdist mínum hugsjónum hvað best um kvenfrelsi, félagslegan jöfnuð, sjálfstæða utanríkisstefnu, friðarstefnu og náttúruvernd og gerir í raun enn.
Á þessum 6 árum hefur undirrituð lagt mikla vinnu í starf innan flokksins, gengt ýmsum trúnaðarstörfum og boðið mig m.a. fram til Alþingis í nafni flokksins, En upplifun undirritaðrar á þessum árum er að þrátt fyrir mjög frambærlega stefnuskrá hefur flokksforystan ekki fylgt stefnunni eftir.
Frá því að Vinstri græn gengu í ríkisstjórn með Samfylkingunni 2009, hafa mörg þessara góðu stefnumála verið svikin.
Vegur þar þyngst hrossakaup VG og Samfylkingar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að grasrót VG sé og hafi alltaf verið á móti aðild og meirihluti þjóðarinnar, var farið af stað í eina tímafrekustu, kostnaðarsömustu og langtum andlýðræðislegustu vegferð í manna minnum. ESB reglugerðir og tilskipanir streyma í gegnum þingið á ógnarhraða, mun hraðar en árin 1994-2009 og Alþingi samþykkti nýlega 600.000.000 króna aðlögunar ,,styrk“ frá Evrópusambandinu.
Á síðasta landsfundi flokksins, var tillögu frá undirritaðri vísað frá með tæpum meirihluta um að VG hafnaði umræddum aðildarstyrkjum. Var sú tillaga felld hálftíma eftir að þessi sami flokkur samþykkti ályktun þess efnis að hafna bæri allri aðlögun að Evrópusambandinu áður en til aðildar kæmi.
Einnig verður sífellt erfiðara að verja stórfelldan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á sama tíma og bönkum og illa reknum fyrirtækjum er bjargað á kostnað almennings til þess að þau geti haldið óráðsíunni áfram. Glórulausar skattahækkanir sem bitna mest á almennum launþegum íþyngir hagkerfið og er ítrekuð hættuleg aðför að öllu atvinnulífi í landinu. Einnig er hægt að nefna ákvarðanir sem tengjast virkjun Þjórsár og Magma-hneykslinu sem samræmast ekki hugsjónum undirritaðrar.
Er því skoðun undiritaðrar að flokkurinn sé kominn of langt frá ritaðri stefnu sinni og þrátt fyrir ítrekaðra tillagna virkra einstaklinga í flokknum um að leiða flokkinn aftur að stefnumálum sínum ekki borið árangur. Er það því ályktun undirritaðrar að flokkurinn samræmist ekki lengur persónulegum hugsjónum og sé á rangri braut. Þeim, sem svíkur sína huldumey, verður erfiður dauðinn. Er það álit undirritaðrar að VG hefur svikið kjósendur sína ítrekað og samræmist ekki lengur hugsjónum sínum.
Því segir undirrituð sig hér með úr flokknum og bið góðfúslega um skriflega staðfestingu þess efnis þegar afskráning er afstaðin.
Virðingarfyllst
Brynja Björg Halldórsdóttir„
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.