Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Juncker ræðst harkalega á S&P - fagnar tillögum Merkel og Sarkozys


6. desember 2011 klukkan 10:29

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna, ræðst harkalega á matsfyrirtækið Standard & Poor´s fyrir viðvörun þess frá 5. desember um að lánshæfiseinkunn ríkja á evru-svæðinu sé í hættu.

„Mér finnst þarna farið út fyrir öll mörk og þetta er einnig ósanngjarnt,“ sagði Juncker þriðjudaginn 6. desember við þýsku útvarpsstöðina Deutschlandfunk.

ESB
Jean-Claude Juncker

Það varð bakslag í öllum kauphöllum Evrópu þriðjudaginn 6. desember eftir að viðvörun S&P um að fyrirtækið kynni að lækka einkunn Þýskalands og Frakklands og annarra 13 evru-ríkja ef þau létu hjá líða að grípa til aðgerða gegn skuldavandanum. Hann verður helsta mál á dagskrá leiðtogaráðsfundar ESB í Brussel 8. og 9. desember.

„Síðustu daga hefur verið gripið til mjög umfangsmikilla aðgerða innan evru-svæðisins til að ná stjórn á skuldavandanum þess vegna kemur þessi viðvörun eins og köld tuska,“ sagði Juncker. Það vofir einnig yfir landi hans, Lúxemborg, að lánshæfiseinkunnin lækki úr hæsta flokki, AAA.

„Okkur miðar áfram við að leysa skuldavandann. Við erum að ná tökum á honum, við erum að endurskipuleggja og við erum einnig að breyta yfirstjórn innan ESB,“ sagði Juncker. „Það vekur mér mikilli undrun að þetta skuli koma eins og þruma úr heiðskýru lofti skömmu fyrir fund leiðtogaráðs ESB. Það getur ekki verið tilviljun. Við eigum ekki að gefa matsfyrirtækjunum meira en þau eiga skilið.“

Junker minnti á að fyrirtækin hefðu ekki spáð fyrir um skuldavandann í Bandaríkjunum 2007/2008 og meira að segja gefið húsnæðislánafyrirtækjunum sem áttu stærstan hlut að máli hæstu einkunn.

Í samtalinu fagnaði Juncker tillögunum sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari kynntu mánudaginn 5. desember um meiri aga og eftirlit með ríkisfjármálum ESB-ríkjanna. Hann sagðist vona að takast mundi að ganga frá breytingum á sáttmálum ESB í síðasta lagi í mars á næsta ári.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS