David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, nýtur mun meiri vinsælda en keppinautar hans á hinum pólitíska vettvangi samkvæmt niðurstöðum ICM-könnunar fyrir The Guardian sem birt var á jóladag. 48% töldu að hann stæði sig vel í starfi en 43% voru öndverðrar skoðunar.
Samkvæmt þessu er Cameron með fimm prósenstustig í plús þegar vinsældir hans eru metnar. Ed Milidand, formaður Verkamannaflokksins, fær hins vegar 17 í mínus og Nick Clegg, leiðtogi fráslyndra, fær 19 í mínus og George Osborne fjármálaráðherra fær tvo í mínus.
Vinsældir Camerons eru töluvert meiri en ríkisstjórnarinnar sem hann leiðir. Um 47% töldu að ríkisstjórnin stæði sig ekki vel en 39% voru annarrar skoðunar.
Bent er á að íhaldsmenn hafi mælst með meiria fylgi eftir að Cameron neitaði að eiga aðild að evru-samningnum sem er í smíðum innan ESB. Um tíma eftir það nutu þeir sex prósentustiga forskots gagnvart Verkamannaflokknum.
Niðurstöðurnar sem birtar voru á jóladag sýna að fylgið sé að jafnast milli flokkanna, nú njóta íhaldsmenn stuðnings 37% einu stigi meira en Verkamannaflokkurinn sem fær 36%. Frjálslyndir tapa einu stigi og fá 15%.
Um 50% kjósenda telja að Cameron „taki vel á krísum“ en 40% eru ósammála því. Öðru máli gegnir um Ed Miliband aðeins 21% töldu hann færan til að „taka á krísum“ en 44% að hann væri það ekki.
Þegar spurt var hvort Cameron hefði hugrekki til að segja sannleikann í stað þess að eltast við vinsældir töldu 55% að svo væri en 37% voru annarrar skoðunar. Miliband fékk 41% stuðning í þessu tilviki en 43% gáfu honum neikvæða einkunn.
Aðeins 34% sögðu að Cameron skildi „fólk eins og mig“ en 59% töldu að svo væri ekki, þarna fékk Miliband aðeins betri einkunn 37% en 47% voru því ósammála.
Í breskum blöðum segir að forystumenn Verkamannaflokksins ættu helst að hafa áhyggjur af því að eftir harðar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skuli 44% aðspurðra telja Cameron og Osborne best færa um að glíma við efnahagsvandann en aðeins 23% veðja á Miliband og Ed Balls, skugga-fjármálaráðherra.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.