Laugardagurinn 27. febrúar 2021

David Cameron ber höfuð og herðar yfir keppinauta eftir að hann hafnaði aðild að evru-samningi


25. desember 2011 klukkan 22:19

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, nýtur mun meiri vinsælda en keppinautar hans á hinum pólitíska vettvangi samkvæmt niðurstöðum ICM-könnunar fyrir The Guardian sem birt var á jóladag. 48% töldu að hann stæði sig vel í starfi en 43% voru öndverðrar skoðunar.

David Cameron og George Osborne

Samkvæmt þessu er Cameron með fimm prósenstustig í plús þegar vinsældir hans eru metnar. Ed Milidand, formaður Verkamannaflokksins, fær hins vegar 17 í mínus og Nick Clegg, leiðtogi fráslyndra, fær 19 í mínus og George Osborne fjármálaráðherra fær tvo í mínus.

Vinsældir Camerons eru töluvert meiri en ríkisstjórnarinnar sem hann leiðir. Um 47% töldu að ríkisstjórnin stæði sig ekki vel en 39% voru annarrar skoðunar.

Bent er á að íhaldsmenn hafi mælst með meiria fylgi eftir að Cameron neitaði að eiga aðild að evru-samningnum sem er í smíðum innan ESB. Um tíma eftir það nutu þeir sex prósentustiga forskots gagnvart Verkamannaflokknum.

Niðurstöðurnar sem birtar voru á jóladag sýna að fylgið sé að jafnast milli flokkanna, nú njóta íhaldsmenn stuðnings 37% einu stigi meira en Verkamannaflokkurinn sem fær 36%. Frjálslyndir tapa einu stigi og fá 15%.

Um 50% kjósenda telja að Cameron „taki vel á krísum“ en 40% eru ósammála því. Öðru máli gegnir um Ed Miliband aðeins 21% töldu hann færan til að „taka á krísum“ en 44% að hann væri það ekki.

Þegar spurt var hvort Cameron hefði hugrekki til að segja sannleikann í stað þess að eltast við vinsældir töldu 55% að svo væri en 37% voru annarrar skoðunar. Miliband fékk 41% stuðning í þessu tilviki en 43% gáfu honum neikvæða einkunn.

Aðeins 34% sögðu að Cameron skildi „fólk eins og mig“ en 59% töldu að svo væri ekki, þarna fékk Miliband aðeins betri einkunn 37% en 47% voru því ósammála.

Í breskum blöðum segir að forystumenn Verkamannaflokksins ættu helst að hafa áhyggjur af því að eftir harðar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skuli 44% aðspurðra telja Cameron og Osborne best færa um að glíma við efnahagsvandann en aðeins 23% veðja á Miliband og Ed Balls, skugga-fjármálaráðherra.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS