Laugardagurinn 23. janúar 2021

Sænsku launþegasamstökin leggjast alfarið gegn aðild Svía að væntanlegum evru-samningi


30. desember 2011 klukkan 11:22

Sérfræðingar sænsku launþegasamtakanna, Thomas Janson, ráðgjafi TCO, bandalags opinberra starfsmanna, um ESB-málefni og Claes-Mikael Jonsson, lögfræðingur LO, alþýðusambambandsins, leggjast alfarið gegn aðild Svía að væntanlegum evru-samningi. Þeir telja að hann muni auka hættu á atvinnuleysi og verri kjörum launamanna. Svíar höfnuðu aðild að evru-samstarfinu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003. Kannanir sýna að um þessar mundir eu 88% Svía andvígir upptöku evru.

Bj. Bj.
Mótmælabúðir við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í nóvember 2011.

Sem aðildarríki ESB án evru er Svíþjóð eitt níu ESB-ríkja sem stendur til boða að gerast aðili að evru-samningnum sem unnið er að eftir fund leiðtogaráðs ESB í Brussel 9. desember. Boðað er að samningurinn verði staðfestur á leiðtogafundi evru-ríkja í mars 2012. Sænsk stjórnvöld verða á næstunni að ákveða hvort þau ætli að gerast aðili að samningnum. Fyrrnefndir sérfræðingar alþýðusamtakanna leggjast gegn því eins og sjá má á grein sem þeir rituðu á vefsíðuna europaportalen.se 28. desember 2011.

Hér fer útdráttur úr greininni:

„Leiðtogar ESB-ríkjanna hafa þannig [með samþykkt sinni um evru-samninginn] breytt kreppunni á evru-svæðinu í agavandamál sem getur leitt til þess að enn meiri samdráttur verði í Evrópu, atvinnuleysi aukist, laun og eftirlaun lækki í samræmi við það. Þetta kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Svía. Alþýðusambandið (LO) og Bandalag opinberra starfsmanna (TCO) hafa þess vegna lýst andstöðu við aðild að [evru-]samningnum.

Stuðningsmenn aðildar Svía segja annars vegar að samningurinn breyti ekki reglum um fjárlagagerð í Svíþjóð og hins vegar að Svíar tapi áhrifum ef við verðum ekki þátttakendur. Hvorug rökin standast.

Meiri sveigjanleiki er við gerð sænskra fjárlaga en boðuð ákvæði í væntanlegum evru-samningi heimila – það er kostur. Reglur okkar eru ekki bundnar í stjórnarskrá heldur mótast af ákvörðunum þingmanna hverju sinni. … Í Svíþjóð getum við lagað ríkisfjármálastefnu okkar að eigin þörfum. Það er meirihluti þingmanna sem ákveður fjárlagarammana.

Í evru-samningnum er einnig að finna sjálfvirkar stöðugleikareglur. … Ætli ríki að fylgja reglunum kunna þau að verða neydd til að minnka velferð borgaranna og fjárfestingu í atvinnuskapandi verkefnum á samdráttarskeiði sem getur leitt til mikils tjóns fyrir efnahags- og atvinnulífið. Undir yfirþjóðlegum reglum um ríkisfjármál minnkar sveigjanleikinn. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, það kemur í veg fyrir að meirihluti þingmanna geti tekið raunsæjar ákvarðanir um ríkisútgjöld sem reistar eru á lýðræðislegum grunni.

Þá er einnig sagt að Svíar muni tapa áhrifum ef þeir verði utan evru-samningsins. Ef draga má ályktanir af þeim drögum að samningi sem hefur verið lekið stenst þetta alls ekki. Svíar mundu tapa miklum áhrifum yrðu þeir aðilar að samningnum. Samkvæmt textanum hafa mörg ákvæði hans í för með sér skyldur fyrir alla sem eiga aðild að samningnum. Þar má nefna ríkisfjármálareglurnar og skylduna til að framkvæma það sem kallað er kerfislegar umbætur sé brotið gegn reglunum og skylduna til að spyrja evru-ríkin áður en eitthvert ríki ætlar að ráðast í meiriháttar efnahagsumbætur. Svigrúm sænskra yfirvalda til töku ákvarðana þrengist umtalsvert.

Þá liggur ljóst fyrir að áhrifavaldið verður aðeins hjá evru-löndunum. Samkvæmt samningsdrögunum verða það evru-löndin ein sem eiga fulltrúa á evru-leiðtogafundunum þar sem hin sameiginlega stefna verður mótuð. Jafnvel þótt Svíar ætli að fella eigin efnahagsstefnu að stefnu annarra landa fáum við ekki aðild að ákvörðunum og sömu áhrif og fylgismenn aðildar segja að sé mikilvægur þáttur í aðild okkar að evru-samningnum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS