Gengið verður til forsetakosninga í Finnlandi 22. janúar 2012 og í frétt AFP-fréttastofunnar segir að á lokadögum kosningabaráttunnar verði þess vart að frambjóðendur taki mið af vaxandi efasemdum um ágæti samstarfsins innan Evrópusambandsins.
„Markalínur milli frambjóðendanna ráðast að verulegu leyti af afstöðunni til ESB-málefna,“ segir Tuomo Martikainen, stjórnmálafræðiprófessor við Helskinki-háskóla, við AFP.
Talið er að efnahagslíf Finna verði fyrir höggi vegna evru-kreppunnar og minnkandi útflutnings, hagvöxtur verði aðeins 0,4% á árinu 2012 auk þess sem Finnar hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi sem nú er 7,3% og frekar lágt á ESB-mælikvarða.
Völd Finnlandsforseta við mótun utanríkisstefnu þjóðarinnar hafa minnkað frá því á árum kalda stríðsins þegar Uhro Kekkonen forseti hélt þar um tauma og átti síðasta orðið. Nú þegar Tarja Halonen ber að láta af forsetaembætti eftir að hafa setið þar í tvö kjörtímabil hefur forsetinn ekkert um framkvæmd ESB-stefnunnar að segja. Martikainen segir að ESB-málefni séu þó „kjósendum ofarlega í huga og þeir eiga auðvelt með að gera upp hug sinn til kjósenda með þau mál að leiðarljósi“.
Sauli Niinistoe, hægri maður og fyrrverandi fjármálaráðherra, nýtur stuðnings flestra. Hann er hlynntur evru-samstarfinu. Fái þeir sem hallmæla því mikinn stuðning í kosningunum setur það ríkisstjórninni enn frekari skorður við ákvarðanir á nýju ári vegna evrunnar. Skuldavandinn á evru-svæðinu réð ferðinni í þingkosningunum í Finnlandi í apríl 2011. Þá fengu Sannir Finnar, hörðustu gagnrýnendur ESB, fleiri atkvæði en nokkur vænti og urðu þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Samsteypustjórnin sem kom til sögunnar eftir kosningar sá sér óvænna og krafðist sérstakrar skuldatryggingar í þágu Finna gegn því að þeir veittu fé til aðstoðar Grikkjum.
Finnar tóku höndum saman með Þjóðverjum og Hollendingum í október 2011 og kröfðust þess að bankar og aðrir lánveitendur til Grikkja afskrifuðu hluta skulda sinna til að létta byrðum af grískum efnahag. Þeir sem lögðust gegn þessum aðgerðum segja að krafan hafi aðeins fælt fjárfesta frá evru-svæðinu og aukið á evru-vandann. Í umræðum um væntanlegan eveu-samning hafa Finnar sagt að þeir vilji halda í neitunarvald vegna greiðslna úr björgunarsjóði evrunnar.
Niinistoe nýtur nú stuðnings 51% kjósenda samkvæmt könnunum. Hann er flokksbróðir Jyrkis Katainens forsætisráðherra. Fari fylgi hans niður fyrir 50% í kosningunum verður gengið til atkvæða að nýju. Talið er að þá muni Niinistoe glíma við annan tveggja ESB-efasemdarmanna, sem hvor um sig hefur 11% stuðning og skipa annað sæti samkvæmt könnunum.
Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna, er annar þeirra. Hann vill að Finnar hætti að nota evru. Hinn er Paavo Väyrynen, gamalreyndur stjórnmálamaður úr Miðflokknum, sem sótt hefur fylgi sitt til bænda. Hann segir að Finnar séu í „hættulegum félagsskap“.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.