Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Gríska ríkis­stjórnin: Brotthvarf af evru-svæðinu ef ekki tekst að fá endanlegt samþykki neyðarláns


3. janúar 2012 klukkan 21:04
Gerard McGovern
Þinghúsið í Aþenu

Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar sagði þriðjudaginn 3. janúar að Grikkir kynnu að segja sig úr evru-samstarfinu ef þeim tækist ekki að tryggja staðfestingu á síðasta neyðarláni ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og banka. „Það verður að skrifa undir samninginn um lánið annars verður okkur úthýst af mörkuðum og við lendum utan evrunnar,“ sagði Pantels Kapsis Skai TV.

Ríkisstjórnin berst við andstöðu almennings gegn nýjum sparnaðaraðgerðum sem lánardrottnar krefjast, Sérfræðingar telja að viðvörun ríkisstjórnarinnar um úrsögn úr evru-samstarfinu eigi að ýta við þeim sem verða að samþykkja lánveitinguna auk þess sem stjónrvöld vilja þrýsta á Grikki sjálfa og fá þá til stuðnings við sig. Kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar óttast um sinn hag verði horfið frá evrunni.

Lucas Papdemos, forsætisráðherra Grikklands, mun ávarpa þjóðina einhvern næstu daga í því skyni að afla stuðnings við nýjar sparnaðaraðgerðir og kerfisbreytingar.

ESB-leiðtogar samþykktu í október 2011 að 130 milljónir evra skyldu veittar með nýju neyðarláni með því skilyrðu að Grikkir gerðu frekari ráðstafanir í ríkisfjármálum til að draga úr halla og endurskipuleggja efnahagskerfið.

Úttektarmenn frá ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu eru væntanlegir til Aþenu síðar í janúar til að kynna sér hvernig staðið hefur verið að því að fullnægja skilyrðum lánardrottnanna.

Tölur um ríkissjóðshallann á árinu 2011 verða birtar síðar í þessum mánuði en sumir hagfræðingar vænta þess að hallinn verði meiri en áður var talið að hann yrði.

Síðustu aðhaldsaðgerðir á vegum ríkisstjórnarinnar voru samþykktar í gríska þinginu snemma í desember, skömmu eftir að ríkisstjórn undir forsæti Papademos, fyrrverandi seðlabankastjóra, tók við völdum. Hún situr fram að kosningum sem ráðgerðar voru í febrúar en er nú talað um að verði í apríl.

Yrði gengið til enn meiri niðurskurðar mundi hann bitna á ellilaunum, opinberum starfsmönnum yrði fækkað, dregið yrði úr útgöldum til velferðarmála auk breytinga á vinnulöggjöfinni og einkavæðingar.

Mótmælum er haldið áfram gegn efnahagsaðgerðunum Mánudaginn 2. janúar lögðu læknar og lyfjafræðingar niður störf. Sjúkrahúslæknar segjast aðeins ætla að sinna neyðartilvikum fram á fimmtudag 5. janúar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS