Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Piris, lagasmiður ESB: Evru-samningurinn dugar ekki - framkvæmda­stjórn ESB máttlaus að mati dansks sendiherra


14. janúar 2012 klukkan 13:16

Jean-Claude Piris, fyrrverandi forstöðumaður lagasviðs ráðherraráðs ESB, hefur varað við því að evru-samningurinn (fiscal compact eins og hann er nefndur á ensku) sem er í smíðum dugi ekki til að leysa úr fjármálakreppunni.

ESB ráðherraráð
Jean-Claude Piris

„Þetta litla skjal sem nú er til umræðu er skref í rétta átt en dugar ekki til að leysa vandann. Frekari aðgerða er þörf,“ sagði Piris á fjölmennum fundi The Centre, hugveitu í Brussel þriðjudaginn 10. janúar og vísaði til milliríkjasamningsins um aukinn aga í ríkisfjármálum sem ætlunin er að leiðtogar 26 ESB-ríkja skrifi undir í mars 2012.

Frakkinn Jean-Claude Piris (68 ára) hefur mikla þekkingu á löggjöf ESB eftir að hafa stjórnað lagasviði ráðherraráðs ESB frá 1988 til 2010. Hann átti aðild að gerð Maastricht-, Amsteradm- og Nice-sáttmálanna, stjórnarkrársáttmálans og Lissabon-sáttmálans.

Orð Piris um evru-samninginn féllu á fundi sem efnt var til í tilefni af útgáfu nýrrar bókar hans sem heitir á ensku: The Future of Europe - Towards a Two-Speed EU? eða Framtíð Evrópu – í átt að tveggja-hraða ESB? Með orðunum „tveggja-hraða“ er vísað til þess að ESB verði þrepaskipt, sum ríki eigi nánara samstarf sín á milli en önnur.

Piris hvatti til þess að komið yrði á fót „tímabundinni framvarðarsveit“ sem starfaði utan ákvæða ESB-sáttmálanna og glímdi við evru-skuldavandann. Hann taldi einnig að þjóðþing einstakra ESB-ríkja ættu að eiga meiri þátt í breytingarferlinu í Brussel til að tryggja að þeir sem að verkinu kæmu nytu lýðræðislegs umboðs.

„Við glímum nú við bráðavanda ... Ef við gerum ekkert hættum við hugsanlega að skipta máli,“ sagði hann. „Fyrir ríkin 17 [á evru-svæðinu] er lífsnauðsynlegt að tryggja stöðu evrunnar. Þau verða að grípa til aðgerða.“

Hann sagði að erfiðast yrði að ná saman hópi ríkja til að mynda samstillta framvarðarsveit. Það ætti þó að takast núna vegna þess hve hart væri í ári innan ESB.

Charles Grant, forstöðumaður Centre for European Reform í London, sagði á fundinum að mjög líklega mundu Bretar segja skilið við ESB innan 10 ára. Þeir standa utan við tilraunir til að gera evru-samninginn. Grant sagði að við brottför Davids Camerons úr embætti forsætisráðherra mundu ESB-efasemdarmenn innan Íhaldsflokksins á borð við Boris Johnson, borgarstjóra í London, taka við völdum í flokknum og beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildina.

Grant sagði að tveggja-hraða ESB með sérstökum samningi fyrir evru-svæðið kynni að eiga framtíð fyrir sér en með þeirri skipan yrði hins vegar grafið undan framkvæmdastjórn ESB og lykilhlutverki hennar við að gæta hagsmuna minni aðildarríkja sambandsins og leggja fram frumvörp að ESB-löggjöf.

Poul Skytte Christoffersen, sendiherra Danmerkur gagnvart Belgíu og fyrrverandi sendiherra gagnvart ESB, lýsti áhyggjum yfir tvískiptingu ESB. „Kenningin er að einn hópur ríkja sæki fram og hin sigli síðar í kjölfarið. Ég er ekki viss um að þetta gangi upp. Reynsla Dana sýnir að þetta er ekki svona einfalt,“ sagði hann og áréttaði að hann talaði ekki fyrir hönd danskra stjórnvalda sem eru í formennsku innan ESB til 1. júlí 2012.

Hann sagði hættu á því að með tveggja-hraða ESB yrðu fyrrverandi kommúnistaríki skilin eftir: „Það er dapurlegt ef þessi ríki yrðu nú sett á annað farrými. Við eigum á hættu að 10 ára starf verði að engu.“

Christoffersen sagði að framkvæmdastjórnin undir forsæti Jósé Manuels Barrosos væri svipur hjá sjón miðað framkvæmdastjórn Romanos Prodis fyrir 10 árum. Hann sagði að undir forystu Prodis hefðu framkvæmdastjórarnir verið virkir þátttakendur í stefnumótun, þeir hefðu myndað hópa og hist oft á fundum. Nú ríkti forsetastjórn innan framkvæmdastjórnarinnar og hún hefði orðið að einskonar milliríkja-samkomu.

„Um þessar mundir er reynt að gera allt sem unnt er til að komast hjá raunverulegum umræðum um málefni á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar. Æðstu stjórnendur innan hennar líta á það sem mistök taki einstakir framkvæmdastjórar þátt í raunverulegum efnisumræðum – svo að ekki sé minnst á atkvæðagreiðslur,“ sagði Christoffersen. Hann taldi að þessu mætti breyta með því að skipta um menn í forystusætum.

Heimild: Lisbeth Kirk, EUobserver

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS