Föstudagurinn 13. desember 2019

Forsætis­ráðherra Frakka: Stjórnin heldur sínu striki - lánshæfiseinkunn lækkuð vegna evru-vandans


14. janúar 2012 klukkan 14:14

François Fillon, forsætisráðherra Frakka, hefur gripið til varna fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnar sinnar eftir að matsfyrirtækið Standard og Poor‘s lækkaði einkunn hennar og lánshæfismat Frakklands 13. janúar 2012. Hann sagði að ríkisstjórnin mundi vinna áfram að umbótum og lækkun skulda.

François Fillon

BBC segir að ríkisstjórn Frakklands hafi hafið áróðursherferð til að sanna fyrir Frökkum að það skipti í raun litlu hvort lánshæfiseinkunnin sé AAA eða AA+ og ástæðulaust sé að fyllast ótta vegna lækkunarinnar. Stjórnin haldi sínu striki og nái þeim árangri sem að sé stefnt þrátt fyrir þetta mat S&P.

Fillon sagði á blaðamannafundi að athyglin beindist að Frakklandi vegna kreppunnar á evru-svæðinu. „Í ákvörðuninni [hjá S&P] felst viðvörun sem óþarfi er að magna frekar en að vanmeta,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessarar ákvörðunar var að vænta þótt segja megi að hún sé tekin á röngum tíma þegar litið er til þess sem gert hefur verið á evru-svæðinu og fjárefstar eru teknir til við að viðurkenna.“

Matsfyrirtækið beindi spjótum sínum ekki að stefnu ríkisstjórnarinnar, sagði Fillon, henni yrði því haldið til streitu með að markmiði að draga úr útgjöldum og tryggja afgang á fjárlögum árið 2016.

Angela Merkel Þýskalandskanslari lét einnig í sér heyra laugardaginn 14. janúar og sagði að ESB ætti enn eftir að fara „langan veg“ áður en tækist að skapa traust hjá fjárfestum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS