Föstudagurinn 3. desember 2021

Fáránlegar auglýsingar Gingrich auka fylgi viđ Romney í prófkjöri repúblíkana


15. janúar 2012 klukkan 06:31

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaţings og einn af ţeim sem nú leitar eftir stuđningi til forsetaframbođs á vegum repúblíkana, er líklega sá sem lagt hefur mest af mörkum undanfariđ til ađ auka fylgi keppinautar síns Mitts Romneys.

Newt Gingrich

Á vefsíđu tímaritsins Commentary segir Jonathan S. Tobin 13. janúar ađ auglýsingaherferđ Gingrich gegn Romney hafi breyst í leikhús fáránleikans. Ţađ hafi veriđ bjálfalegt ađ sjá heimildarmynd frá manni sem segist vera „sannur íhaldsmađur“ ţar sem ráđist sé á Romney sem illviljađan kapítalista en síđasta mynd Gingrich „The French Connection“ sem sýnd sé í Suđur-Karólínu sé dćmi um hvernig fara megi út fyrir öll skynsamleg mörk.

Markmiđiđ međ auglýsingunni sé ađ líkja Romney viđ Michael Dukakis og John Kerry. Ađ lýsa honum sem „miđjumanni frá Massachusetts“ sem hafi sagt skiliđ viđ repúblíkana ţegar hann bauđ sig fram til öldungadeildarinnar áriđ 1994 megi til sanns vegar fćra. Lokasetningin: „Rétt eins og John Kerry talar hann líka frönsku“ sé efni í gamanleik. Á Twitter megi ţegar finna óteljandi brandara um hrifningu Gingrich sjálfs á ţví sem frankst er. Joshua Keating hjá Foreign Policy dragi fram stađreyndir málsins ţegar hann minni á kunnáttu Newts í máli Voltaires, Victors Hugos, já, og hetju hans Charles de Gaulles.

Gingrich hafi búiđ í Frakklandi sem unglingiur ţegar fađir hans var ţar sem hermađur og hann hafi sagt ađ heimsókn sín til vígvallanna í Verdun ţar sem hart var barist í fyrri heimsstyrjöldinni hafi breytt lífi sínu. Hann ritađi síđan doktorsritgerđ um Belgíska Kongó međ frönskum neđanmálsgreinum. Hann hefđi ekki fengiđ doktorsgráđu án kunnáttu í erlendu tungumáli og öruggt er ađ eitt tungumála hans hafi veriđ franska.

Viđ vitum ekki segir Tobin hvort til séu nokkur myndbönd sem sýna Newt tala frönsku en Romney gerir ţađ á einu myndbandi sem Gingrich notar, séu ţau til af Newt eigi ţau örugglega eftir ađ sjást.

Tobin segir ađ vandinn viđ auglýsingu Gingrich sé ekki ađeins ađ henni ljúki á setningu sem einkennist af útlendingahatri, óvild í garđ menntamanna og hrćsni heldur hitt ađ hrćsnin sé svo augljós. Vissulega kunni Gingrich aldrei ađ hafa séđ eđa samţykkt auglýsinguna en ţađ sýni ađeins hve óskipulagđur og óútreiknanlegur leiđtogi hann sé. Auđugir stuđningsmenn Gingrich kunni ađ gera honum kleift ađ berjast eins lengi og hann vill. Auglýsingar af ţessu tagi bendi hins vegar til ţess ađ ráđgjafar Gingrich steli fjármunum hans.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS