Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lýsti sjálfum sér sem verndara kristinna gilda og fjölskyldunnar á vettvangi ESB á fundi með ESB-þingmönnum miðvikudaginn 18. janúar þar sem hann sat undir ásökunum um að vera „alræðissinni“. Hann gagnrýndi afstöðu Þjóðverja til skuldakreppunnar.
„Við virðum kristin gildi, við teljum að ættjarðarást sé mikilvæg og að fjölskyldan sé mikilvæg,“ sagði Orbán við þingmennina í umræðum sem oft urðu heitar í Evrópuþinginu en þangað hélt forsætisráðherrann til að verja nýja stjórnarskrá Ungverjalands. Leiðtogi græningja líkti Orbán við Fidel Castro á Kúbu.
Orbán sagði að hin þjóðlegu gildi sem honum væru kær nytu „ekki virðingar hér í þessu húsi“ og vísaði þá til þinghúss ESB í Strassborg. Eftir umræðurnar sagði Orbán við blaðamenn að hann mundi ekki þola að stefna stjórnar sinnar yrði mótuð af alþjóðastofnunum og vísaði þar til ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hafa sett Ungverjum skilyrði í tengslum við ósk þeirra um fjárhagslega aðstoð.
Ungverjar eru ekki meðal evru-þjóða. Orbán sagðist fagna því ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildi aðstoða stjórn sína í efnahagserfiðleikunum. „Við viljum hins vegar ekki lenda í sömu stöðu og Grikkir sem verða að una því að Þjóðverjar segjast ekki lána þeim fé nema Grikkir fari að kröfum þeirra. Á það fellst ég ekki. Við viljum ekki fé frá Þýskalandi, frá Evrópusambandinu,“ sagði forsætisráðherrann.
Stefnt er að viðræðum milli fulltrúa ESB og Ungverja föstudaginn 20. janúar um þau þrjú mál sem framkvæmdastjórn ESB hefur gagnrýnt og snerta nýja stjórnarskrá Ungverjalands. Eitt þessara mála varðar Seðlabanka Ungverjalands. Orbán sagðist ekki mundu kvika frá einu atriði: nýju lagaskilyrði sem krefst þess að starfsmenn seðlabankans sverji hagsmunum lands síns hollustu.
„Það er eðlilegt að opinberir starfsmenn vinni slíkan eið,“ sagði Orbán.
Martin Schulz, nýkjörinn forseti ESB-þingsins, sagðist deila hinum kristnu gildum Orbáns sem kaþolikki. Hann hvatti hins vegar til trúfrelsis í Evrópu annars mundi hún falla.
Heimild: AFP
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.