Bandaríkjamenn vinna að því að flytja bardagasveitir sínar frá Evópu en miðstöð eldflaugavarna NATO verður í Þýskalandi. Nýir váboðar og niðurskurður ríkisútgjalda leggja grunn að nýrri hernaðarlegri stefnu NATO sem var til umræðu á fundi varnarmálaráðherra bandalagsríkjanna í Brussel 2. og 3. febrúar.
Bandaríkjamenn hafa ákveðið að minnka útgjöld til hernaðarmála um 487 milljarða dollara á næsta áratug. Á þessu ári verja þeir 525 milljörðum dollara til hernaðarútgjalda. Styrjaldir í Írak og Afganistan hafa kostað bandaríska skattgreiðendur stórfé. Bandaríkjamenn hafa kallað herafla sinn heim frá Írak og ætla að hverfa frá Afganistan á næsta ári. Við það fækkar mönnum í Bandaríkjaher úr 570.000 í 490.000.
Bandaríkjastjórn ætlar að leggja niður tvö herfylki sem hafa verið í Þýskalandi. Á fundi varnarmálaráðherra NATO lagði Thomas de Maizière, varnarmálaráðherra Þýskalands, áherslu á að Bandaríkjamenn teldu NATO enn mikilvægasta hernaðarbandlagið. „Brottflutningur 35.000 til 40.000 bandarískra hermanna frá Þýskalandi skiptir engum sköpum. Í Evrópu halda Bandaríkjamenn úti flestum hermönnum utan eigi landamæra. Það er ekki hin minnsta ástæða að efast um hæfni NATO og tengsl Bandaríkjamanna við Evrópu,“ sagði þýski varnarmálaráðherraann.
Við lyktir kalda stríðsins fækkaði Bandaríkjastjórn hermönnum sínum í Evrópu úr 230.000 mönnum í 81.000. Nú þjóna stöðvar í Evrópu einkum sem bakstuðningur og birgðastöðvar fyrir bandarískar hersveitir sem beitt er í Mið-Austurlöndum og vesturhluta Asíu. Evrópuríki fækka einnig í herafla sínum.
Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því á ráðherrafundinum í Brussel að áfram yrðu tvær bandarískar herstöðvar í Þýskalandi við bæina Baumholder og Grafenwöhr og þar yrði lögð áhersla á að þjálfa hermenn undir átök. Fjölskyldur hermanna munu hins vegar ekki lengur búa í herstöðvunum.
Ákveðið hefur verið að miðstöð fyrirhugaðs eldflaugavarnakerfis NATO verði í Ramstein í Nordrhein-Westfalen. Þar hafa verið höfuðstöðvar bandaríska flughersins í Evrópu og sameiginlegrar flugherstjórnar NATO. Vegna eldflaugakerfisins verður starfsmönnum í stöðinni líklega fjölgað úr 400 í 500 á næstu tveimur árum.
Engar eldflaugar verða í Ramstein heldur verður þar kjarni nýs tölvukerfis sem safnar og greinir ratsjármerki frá stöðvum um alla Evrópu.
Samhliða því sem Bandaríkjastjórn minnkar herafla sinn í Evrópu leggur hún meiri áherslu en áður á hernaðarlegan viðbúnað í Asíu og á Kyrrhafssvæðinu. Þýski varnarmálaráðherrann telur þetta eðlilega þróun, Bandaríkjamenn hafi einum áhyggjur af hernaðarþróun í Kína. Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna verður endurnýjaður og bandarískum hermönnum fjölgar í Ástralíu. Evrópuflotinn verður einnig styrktur einkum á Spáni þar sem ný bandarísk herskip munu fá aðstöðu.
Leiðtogar NATO-ríkjanna koma saman til fundar í Chicago í maí. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkjaher fylgi nú stefnu sem á ensku er kennd við „smart defense“ og á íslensku við „snjallvarnir“ það er að leitað er hagkvæmustu leiða til að bregðast við skjótt og af sveigjanleika.
Á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna 2. og 3. febrúar varð sameiginleg niðurstaða að framvegis bæri að leggja mikla áherslu á tölvuvarnir, fjarstýrðar flugvélar, sérsveitir og mjög hreyfanlegar sveitir flughers og flota.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði eftir varnamálaráðherrafundinn að snjallvarnir mundu knýja Evrópumenn til að auka samvinnu um fjárfestingu í vígbúnaði og ekki bæri að hafa að markmið að herafli eins lands gæti látið að sér kveða á öllum sviðum. Rasmussen nefndi í því sambandi sameiginlegt úthald á fjarstýrðum flugvélum.
Embættismenn NATO álíta að samdráttur í útgjöldum Bandaríkjamanna til hermála leiði til þess að Evrópumenn verði að sinna nýjum verkefnum og geti ekki reitt sig á sjálkrafa þátttöku bandarísks í hernaðaraðgerðum í framtíðinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.