Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngu gegn Vladimir Pútín í Moskvu laugardaginn 4. febrúar þrátt fyrir 19 stiga frost. Þetta voru þriðju stórmótnælin í borginni síðan 4. desember þegar kosið var til þings án þess að gætt væri kosningalaga. Þeir sem að göngunni stóðu eru úr samtökum „Heiðarlegar kosningar“ og krefjast þeir þess að gengið verði að nýju til þingkosninga.
Daniel Sandford, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að fjöldi þátttakenda í mótmælunum hafi verið svipaður og í síðustu mótmælaaðgerðum 24. desember þegar talið er að 120.000 manns hafi sýnt andstöðu sína við Pútín. Lögreglan í Moskvu segir að að 23.000 manns hafi tekið þátt í göngunni.
Stuðningsmenn Pútíns komu saman í vesturhluta Moskvu 4. febrúar og segir lögreglan að þar hafi verið 90.000 manns en aðrir heimildarmenn BBC segja að þeir hafi verið mun færri
„Hér eru allir að fúsum og frjálsum vilja“ sagði einn þeirra sem mótmælti Pútín við BBC. „Sumir vina minna fengu fyrirmæli frá vinnuveitendum sínum um að styðja Pútín og sýna það með því að fara á útifund honum til stuðnings annars yrðu þeir reknir.“
Andstæðingar Pútíns báru hvítar blöðrur og borða. Þeir hrópuðu slagorðin: Pútín farðu! Rússland án Pútíns! og fréttaritari BBC segist hafa lesið á einum borða: Pútin er blygðunarlaus og samviskulaus.
Vladimir Pútín er í framboði til forseta í mars.
Heimild: BBC
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.