Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, hittir forystumenn stjórnmálaflokka landsins síðdegis sunnudaginn 5. febrúar í úrslitatilraun til ná samkomulagi um aðgerðir sem leysi 130 milljarða evru neyðarlán úr læðingi. Fulltrúar ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þríeykisins, bíða þess að fullnægt sé skilyrðum til að heimilað verði að nýta lánið.
Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna höfðu ráðgert að hittast mánudaginn 6. febrúar til að veita heimild til að virkja lánið. Fundinum hefur verið aflýst. Fái Grikkir ekki aðgang að þessu lánsfé fyrir miðjan mars verða þeir gjaldþrota.
Nokkrar vonir eru bundnar við að Papademos nái samkomulagi við flokksforingjana að kvöldi sunnudags 5. febrúar. Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, segir að nú sé að duga eða drepast, náist ekki samkomulag stefni í gjaldþrot landsins. Gríska stjórnin á að greiða 14 milljarða af skuldum sínum 20. mars.
Venizelos sagði við blaðamenn laugardaginn 4. febrúar að þríeykið eitt þrýsti ekki á Grikki heldur öll evru-ríkin og hefði hann átt „mjög erfiðan“ fjarfund með starfsbræðrum sínum á evru-svæðinu.
Verkalýðsfélög á Grikklandi hafa lýst mikilli andstöðu við kröfur um lækkun lágmarkslauna og að fallið verði frá því að greiða 13. og 14. mánuðinn í árlegan kaupauka. Þá leggjast þau einnig gegn því að starfsgreinar verði opnaðar.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.