Miđvikudagurinn 1. desember 2021

Lee C. Buchheit höfuđsmiđur skuldaafskrifta Grikkja - úrslit ráđast ađ kvöldi fimmtudags 8. mars


7. mars 2012 klukkan 19:00

Evrópskir embćttismenn eru ţeirrar skođunar ađ skuldavandi Grikkja sé einstćđur og ţađ sé engin ţörf á ţví ađ í löndum eins og Portúgal, Írlandi, Spáni og Ítalíu ađ neyđa lánardrottna til ađ afskrifa skuldir sínar Landon Thomas jr. blađamađur The New York Times (NYT) í blađinu miđvikudaginn 7. mars. Hann bendir hins vegar á ađ hugmyndafrćđilegir höfundar afskriftanna í Grikklandi séu ósammála ţessari skođun.

Lee C. Buchheit

Ţessir hugmyndasmiđir eru Mitu Gulati, lagaprófessor viđ Duke-háskóla, og Lee C. Buchheit sem sagđur er „heimspekilegur kóngur lögfrćđinga á sviđi ríkisskulda og höfuđráđgjafi Grikkja viđ gerđ afskriftasamningsins“. NYT segir ţá líta á sig sem „sovereign debt taboo-busters“ ţađ er ţöggunarbana vegna ríkisskulda. Ţeir liggi ekki á skođunum sínum og ţađ hafi Gulati ekki gert á ráđstefnu um máliđ í Madrid í síđustu viku. Buchheit hafi einnig átt ađ tala á ráđstefnunni en ekki á átt heimangengt frá New York ţar sem hann veriđ ađ ná sér eftir veikindi.

Gulati hvatti áheyrendur sína á hrífandi hátt segir Thomas til ađ vinna ađ ţví ađ önnur skuldug ríki í Evrópu fćru ađ fordćmi Grikkja og afhentu lánardrottnum sínum ný verđminni ríkisskuldabréf í stađ hinna eldri, verđlćkkunin ţyrfti ekki ađ verđa eins mikil og í Grikklandi enda vćru skuldir annarra ríkja lćgri en Grikklands.

Í NYT segir ađ Buchheit hafi starfađ í rúm 35 ár hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í New York og ţađan hafi hann stjórnađ skuldauppgjörsmálum í mörgum Suđur-Ameríkuríkjum og nú nýlega í Írak og á Íslandi [hann kom ađ Icesave-samningunum].

Rök Gulatis eru ţau ađ í stađ ţess ađ fá endurtekin neyđarlán og áratug niđurskurđar eigi skuldsett ríki Suđur-Evrópu ađ draga úr högginu međ ţví ađ gera sjálf samning viđ lánardrottna sína til ađ létta skuldabyrđina. Nú sé í raun besti tíminn til ţess ţegar fjárfestar óttuist ađ annađ ríki – Portúgal ađ margra mati – fari í fótspor Grikklands og taki einhliđa ákvörđun um svokallađa samrćmda ađgerđ eđa nauđasamning sem neyddi alla lánardrottna til ađ fara ađ ákvörđun meirihlutans sem stćđi ađ samningnum.

Í NYT segir ađ fjármálaráđherra Portúgals telji ađ ríki sitt muni í einu og öllu standa viđ skuldbindingar sínar. Ótti fjárfesta um annađ sé líklega ástćđa ţess ađ vextir á langtíma-skuldabréfa hafi hćkkađ um tvö prósentustig síđustu tvćr vikur.

NYT segir ađ Gulati og lćrimeistari hans Buchheit séu öflugasta tvíeykiđ sem láti ađ sér kveđa í umrćđum um ríkisskuldauppgjör um ţessar mundir. Ţeir hafi veriđ höfundar skýrslu í maí 2010 ţar sem fyrst var lagt til hvernig Grikkir ćttu ađ neyđa fjárfesta í landi sínu sem vildu ekki sćtta sig viđ sama tap og ađrir til ađ láta af andstöđu sinni.

Grísk stjórnvöld sem réđu Buchheit og samstarfsmenn hans til starfa í júlí 2011 hafa fylgt ráđum hans í einu og öllu. Ađ kvöldi fimmtudags 8. mars munu Grikkir skýra frá fjölda ţeirra lánardrottna sem hafa samţykkt ađ lćkka skuldir sínar. NYT segir ađ almennt sé ţess vćnst ađ gripiđ verđi til reglna um nauđasamninga til ađ tryggja ađ 95% lánardrottna afskrifi skuldirnar.

„Lee hefur margsinnis séđ ţessa bíómynd,“ segir Petros Christodoulou, forstöđumađur skuldauppgjörsstjórnar Grikklands. „Hann er alltaf fimm skrefum á undan öđrum í leiknum.“

NYT segir ađ viđ fyrstu sýn séu skuldabanarnir tveir nćsta ólíkir. Gulati (44 ára) sé sérfrćđingur viđ gerđa skuldabréfasamninga, lögfrćđingur frá Harvard. Buchheit (61 árs) sé frá Middlebury College í Vermont og međ lagapróf frá Pennsylvania-háskóla og Cambridge. Gulati sé frjálslega klćddur en Buchheit í virđulegum jakkafötum sem fari vel viđ vel snyrt yfirvararskeggiđ.

„Allir í ţessari grein eru D.O.B (disciple of Buchheit – lćrisveinn Buchheits) hvort sem ţeim líkar ţađ eđa ekki,“ segir Adam Lerrick, sérfrćđingur um ríkisskuldir í American Enterprise Institute. „Lee hefur variđ starfsćvi sinni í ađ hanna kerfi ţar sem skuldug ríki og lánardrottnar ţeirra geta afskrifađ skuldir án opinberra afskipta.“

Markmiđ hans sé ađ beita ţeim tćkjum sem hann geti til ađ hiđ skuldsetta ríki geti neytt lánardrottna sína til afskrifta sé ţađ óhjákvćmilegt vegna erfiđrar stöđu ţeirra. Ţetta skapi Buchheit ekki vinsćldir međal eigenda ríkisskuldabréfa, margir ţeirra líti á hann sem óvinveittan snilling sem búi til lagaflćkjur í ţví skyni ađ auđvelda lánardrottnum ađ sćtta sig viđ tap sé ţađ nauđsynlegt til ađ bjarga hinu skuldsetta ríki úr vanda.

Thomas hjá NYT spyr hvernig mönnum líđi andspćnis Buchheit viđ samningaborđiđ.

„Hörmulega,“ segir Hans Humes hjá Greylock Capital sem er í hópi 12 fjármálastofnana sem hafa samţykkt 75% afskriftir á grískum ríkisskuldabréfum. „Lánardrottnar hafa minna svigrúm ţegar hann á hlut ađ máli – en ţetta er starf hans.“

NYT segir ađ Buchheit hafi fundiđ leiđ fyrir Grikki til ađ nýta sér eigin lög um ríkisskuldabréf til ađ beita lánardrottna hörku. Í skýrslu sinni frá ţví í maí 2010 fćrđu Buchheit og Gulati rök fyrir ţví ađ Grikkir vćru í betri stöđu en ađrar ţjóđir til ađ knýja fram afskriftir skuldir. Fáir hafi litiđ í skýrsluna á sínum tíma enda hafi ESB-leiđtogar ţá taliđ fráleitt ađ til afskrifta kynni ađ koma. Höfundar skýrslunnar hafi hins vegar haldiđ efni hennar fram í fjölmiđlum og á ráđstefnum, loks hafi gríska fjármálaráđuneytiđ haft samband viđ ţá. Ţegar litiđ sé á hálćrđar frćđigreinar Buchheits megi segja ađ hann sé frekar samninga-prófessor en samningamađur.

Sean Hagan, ađallögfrćđingur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, segir viđ NYT ađ afskriftasamningur Grikkja sé ađeins síđasta dćmiđ um ađ hugmyndir Buchheits verđi ađ veruleika. „Lee hefur skapađ löggjöfina á ţessu sviđi,“ segir hann.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS