Miđvikudagurinn 5. ágúst 2020

Grikkland: Meiri en 75% ţátttaka í skulda­bréfaskiptum heimilar ríkis­stjórn ađ beita lánardrottna nauđung


9. mars 2012 klukkan 07:54

Gríska ríkisstjórnin tryggđi stuđning mikils meirihluta lánardrottna viđ skipti á skuldabréfum. Hún segir í yfirlýsingu föstudaginn 9. mars ađ 85,8% banka, tryggingarfélaga og sjúkratryggingasjóđa sem eiga grísk ríkisskuldabréf fyrir 177 milljarđa evra hafi samţykkt ađ skipta ţeim fyrir önnur verđminni og lćkka skuldabyrđi Grikklands međ ţví um 107 milljarđa evra.

Gríska fjármálaráđuneytiđ segir ađ ţeim sem gefa eftir skuldir međ nýjum bréfum muni fjölga ţegar ráđuneytiđ grípur til nýs, umdeilds lagaákvćđis sem heimilar ađ ţeir lánardrottnar sem ganga ekki af fúsum og frjálsum vilja til skuldabréfaskiptanna verđi beittir nauđung til ađ gera ţađ. Ţetta á viđ ţá sem keyptu skuldabréf međ ákvćđum um ađ grísk lög gildi um ţau. Í minnihluta bréfa, 30 milljarđar evra, eru ákvćđi um ađ ţau lúti enskum lögum. Eigendum ţeirra er veittur frestur til 23. mars til ađ samţykkja skuldabréfaskiptin en nú hafa ađeins 69% ţessara lánardrottna samţykkt ţau.

Gríska lagaákvćđinu (Collective Action Clauses, CAC) um nauđasamninga viđ ţá sem samţykktu ekki skuldabréfaskiptin má beita ef 75% lánardrottna samţykkja skiptin af fúsum og frjálsum vilja. Ţetta skilyrđi er nú uppfyllt.

Lánardrottnum er ţetta dýrkeypt. Skuldabréf ţeirra lćkka um 53,5% af upphaflegu nafnverđi. Tap ţeirra nemur ţó í raun 74% af upphaflegri kröfu, ţeir verđa nú ađ semja um bréf til 30 ára međ lćgri vöxtum en á eldri bréfum. Í fyrstu verđa vextir ađeins 2%, ţeir hćkka síđan í 3% og verđa 4,3% eftir áriđ 2022, međalvextir verđa ţannig 3,65%, miklu lćgri en markađsvextir.

Ţessi skuldbreyting er forsenda fyrir ţví ađ Grikkir fái ađgang ađ 130 milljarđa evru neyđarláni II frá evru-ríkjunum. Fjármálaráđherrar evru-ríkjanna efna til símafundar síđdegis föstudaginn 9. mars til rćđa stöđuna, hugsanlega taka ţeir ekki ákvörđun um máliđ fyrr en ţeir hittast á fundi mánudaginn 12. mars.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS