Þrennar kosningar fara fram sunnudaginn 6. maí sem kunna að ráða miklu um framvindu mála innan Evrópusambandsins. Frakkar kjósa forseta, Grikkir kjósa menn á þing og kosið er til sambandslandsþingsins í Slesvík-Holstein í Þýskalandi. Öllum er ljóst samhengi kosninganna í Frakklandi og Grikklandi við þróun mála á evru-svæðinu. Sambandslandkosningarnar í Þýskalandi skipta ekki síður miklu því að þær geta veikt Angelu Merkel Þýskalandskanslara á heimavelli hennar.
Á vefsíðunni SpiegelOnline segir að það ráðist í þessum kosningum hvort Angela Merkel geti haldið fast í stefnuna sem hún hefur mótað í baráttunni við skuldavandann á evru-svæðinu. Veikist pólitísk staða hennar heima fyrir á sama tíma og andstæðingar stefnu hennar í öðrum löndum auka fylgi sitt lendi hún í áður óþekktri stöðu. Þverstæðan varðandi Merkel sé að hún sé vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands þegar spurt sé um leiðtoga þjóðarinnar en fylgi flokks hennar minnki við kosningar í einstökum sambandslöndum Þýskalands. Utan Þýskalands sé dregin upp af henni sú mynd að niðurskurður og aðhaldsaðgerðir séu hennar verk.
Fréttaritari BBC hefur verið á ferð um Grikkland í tilefni af þingkosningunum þar. Hann hefur rætt við fjölda almennra borgara. Sagði hann að margir léttu sér lund með því að segja brandara um hrunið í Grikklandi og afleiðingar þess. Þessir brandarar væru hins vegar þess eðlis að hann treysti sér ekki til að endurtaka þá fyrir hlustendur BBC, síst þá sem snerust um Angelu Merkel.
Kristilegir demókratar (CDU), flokksmenn Merkel, sitja nú við stjórnvölinn í Slesvík-Holstein í samsteypustjórn með Frjálsum demókrötum (FDP). Allar kannanir benda til þess að flokkarnir hafi ekki bolmagn til mynda meirihluta eftir þingkosningarnar. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur verið nánasti samstarfsmaður Merkel í baráttunni við skuldavandann á evru-svæðinu. Allt bendir til þess að hann tapi í kosningunum á sunnudag. Þá þykja allar líkur á því að pólitísk upplausn muni ríkja í Grikklandi eftir þingkosningarnar þar.
Enginn spáir því að tengslin milli Þýskalands og Frakklands rofni þótt skipt verði um stjórnarherra í París. Það kann hins vegar að skapa Merkel vandræði á heimavelli eigi hún í útistöðum við nýjan forseta Frakklands vegna mikilvægra mála sem snerta efnahag þýska ríkisins. Þá er ekki ólíklegt að þýskir jafnaðarmenn telji sig fá byr í seglin með sigri sósíalista í Frakklandi. Þeir láti því meira að sér kveða í stjórnarandstöðu í Berlín en til þessa. Stuðningsmenn Merkel segja að ástæðulaust sé að gera sér of mikla rellu út af skoðunum frambjóðandans François Hollandes. Verði hann forseti komist hann ekki hjá því að horfast í augu við staðreyndir og taka mið af þunga markaðsaflanna og hann muni því fljótt grípa til annarra úrræða en hann boði fyrir kosningar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.