Ed Miliband, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segir að úrslit sveitarstjórnakosninga í Bretlandi fimmtudaginn 3. maí sýni að flokkur sinn hafi náð vopnum sínum um landið allt. Flokkurinn hefur náð meirihluta í 32 sveitarstjórnum. Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa tapað hundruð sveitarstjórnarmanna.
Kosningaþátttaka var aðeins 32%, hin minnsta frá árinu 2000. Þegar talið hafði verið á nær öllum kjörstöðum hafði Verkamannaflokkurinn fengið 38% arkvæða á landsvísu, sem eru þremur stigum meira en í síðustu kosningum, Íhaldsflokkurinn hafði fengið 31% sem er fjögurra stiga fylgistap. Fylgi frjálsyndra er 16% sem er hið sama og áður. Fjöldi frjálslyndra sveitarstjórnarmanna fór hins vegar niður fyrir 3.000 sem er lægsta tala síðan flokkurinn kom til sögunnar árið 1988.
David Cameron forsætisráðherra, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórn sín mundi halda fast við stefnu sína og erfiðar ákvarðanir til að minnka hallarekstur ríkisins. Ráðherrar Íhaldsflokksins segja úrslitin dæmigerð fyrir sveitarstjórnarkosningar og þau breyti engu fyrir stjórnarsamstarf íhaldsmanna og frjálslyndra.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra og varaforsætisráðherra, sagði að sé þætti „mjög miður“ að flokkur sinn hefði tapað svo mörgum sætum í sveitarstjórnum. Hann sagðist ætla að leggja sig fram um björgunaraðgerðir í þágu efnahags Breta. Þetta væri ekki auðvelt verk sem yrði unnið á skömmum tíma, skylda þeirra væri hins vegar að fjölga störfum og auka fjárfestingu og efla þannig von og bjartsýni í landinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.